Innkaupa- og framkvæmdaráð - 118. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 10. ágúst var haldinn 118. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares. Sara Björg Sigurðardóttir, Kristinn Jón Ólafsson og Pawel Bartoszek sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Þórhildur Lilja Ólafsdóttir. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kosning varaformanns. Lögð fram tillaga formanns Innkaupa- og framkvæmdaráðs þess efnis að Kristinn Jón Ólafsson frá Pírötum, verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttir. Einnig var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs. FAS23010067

    Fulltrúi Pírata Kristinn Jón Ólafsson var kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs með þremur atkvæðum fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 3. ágúst 2023, merkt USK23070170 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Stjörnugörðum ehf. í útboði nr. 15862 - Borgartún. Gatnamót við Hallgerðargötu. USK23070170

    Samþykkt.

    Ólafur Ólafsson og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 3. ágúst 2023, merkt USK23070267, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gleipnir verktakar ehf. í útboði nr. 15881 - Stígur meðfram hitaveitustokki frá Réttarholtsvegi að Sogavegi. USK23070267

    Samþykkt.

    Ólafur Ólafsson og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:17

Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir

Pawel Bartoszek Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 10. ágúst 2023