Innkaupa- og framkvæmdaráð - 113. fundur

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2023, fimmtudaginn 1. júní var haldinn 113. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Sabine Leskopf, Kristinn Jón Ólafsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Gíslason og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði Jón Pétur Skúlason og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir í fundarsal. Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kosning um fundarstjórn fundarins.

  Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar að Sabine Leskopf taki fundarstjórn.

  Fulltrúi Samfylkingarinnar Sabine Leskopf var kjörin fundarstjóri fundarins.

 2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 25. maí 2023, merkt USK23030168, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofa hf. í EES útboði nr. 15808 - Ártúnshöfði - Svæði 1. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit. USK23030168

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson og Grétar Þór Ævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 125. maí 2023, merkt USK23050162, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði Garðyrkjuþjónustan ehf. útboði nr. 15819 - Hlíðarendi - Yfirborðsfrágangur 2023. USK23050162

  Samþykkt.

  Ámundi Brynjólfsson og Grétar Þór Ævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, umhverfis- og skipulagssvið dags. 26. maí 2023, merkt USK23020256, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Fálkinn Ísmar ehf. í samkeppnisútboði nr. 15789 - Endurnýjun gönguljósa í Reykjavík. USK23020256

  Fundarhlé gert í 10 mín.

  Samþykkt.

  Sjálfstæðisflokkurinn situr hjá.

   

  Ámundi Brynjólfsson og Grétar Þór Ævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarboði.

  Fylgigögn

 5. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 22, maí 2023 í máli nr. 43/2022 vegna útboðs nr. 15692 - Húsgögn (borð) fyrir grunnskóla, til kynningar. FAS22100314

  Frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:15

Sabine Leskopf Kristinn Jón Ólafsson

Sara Björg Sigurðardóttir Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Innkaupa- og framkvæmdaráð 1. júní 2023