Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr.1

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2019, mánudaginn 25. nóvember, var haldinn 1. fundur Íbúaráð Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Vesturbæjarskóla og hófst klukkan 15:13. Viðstödd voru Svafar Helgason, Skúli Helgason, Björn Karlsson, Ásta Olga Magnúsdóttir, Halldóra Gestsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 3. september var samþykkt að Svafar Helgason, Skúli Helgason og Hildur Björnsdóttir taki sæti í íbúaráði Vesturbæjar og að Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir og Halldóra Gestsdóttir taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Svafar Helgason verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 27. september og foreldrafélaga dags. 30. september 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Ásta Olga Magnúsdóttir aðalmaður og varamaður Þórunn Rakel Gylfadóttir. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Björn Karlsson og varamaður Margrét Geirsdóttir.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kosning varaformanns. 
    Frestað.

  4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. júní á 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur til að fulltrúi frístundamiðstöðvar hverfisins, Tjarnarinnar, eigi aðild að bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl 2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
    Samþykkt að á næsta fundi verða lögð fram drög að lista mögulegra hagsmunaaðila í bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar.

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst, um að á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins, var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

    Lögð fram svohljóðandi umsögn íbúaráðs Vesturbæjar:

    Íbúaráð Vesturbæjar tekur jákvætt í breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs. Varðandi 6.gr. þá mætti sú grein vera almennari í orðalagi sínu og vísa til fleiri fagsviða sem ættu að vera með í ráðum eftir því sem við á.

    Fylgigögn

  8. Fram fer almenn umræða um málefni hverfisins.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Vesturbæjar styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna rekstrar.
    Öðrum umsóknum hafnað.

    -    Ásta Olga Magnúsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:20

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_25.11.pdf