Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 9

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, miðvikudagur, 30. nóvember var haldinn 9. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn haldinn með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á minnisblaði mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. október um eftirlit með íbúðarhúsnæði í Reykjavík með tilliti til brunavarna. 

    Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    15.40. Harpa Lind Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á hvernig staðið er að móttöku og aðlögun fólks af erlendum uppruna í Vesturbæ.

    Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Magdalena Kjartansdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    15.00. Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum. 
    -    16.00. Líf Magneudóttir víkur af fundi og Skúli Helgason tekur sæti. 
    -    16.50. Ásta Olga Magnúsdóttir víkur af fundi.

  4. Fram fer umræða um drög að umsögn um drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
    Formanni í samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og gera tilraun til að ná saman um sameiginlega umsögn. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. nóvember 2020 um samþykkt tillögu á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:36

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_3011.pdf