Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2020, miðvikudagur, 30. nóvember var haldinn 9. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn haldinn með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á minnisblaði mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. október um eftirlit með íbúðarhúsnæði í Reykjavík með tilliti til brunavarna.
Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 15.40. Harpa Lind Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hvernig staðið er að móttöku og aðlögun fólks af erlendum uppruna í Vesturbæ.
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Magdalena Kjartansdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 15.00. Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum.
- 16.00. Líf Magneudóttir víkur af fundi og Skúli Helgason tekur sæti.
- 16.50. Ásta Olga Magnúsdóttir víkur af fundi. -
Fram fer umræða um drög að umsögn um drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Formanni í samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og gera tilraun til að ná saman um sameiginlega umsögn.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. nóvember 2020 um samþykkt tillögu á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Fundi slitið klukkan 17:36
Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_3011.pdf