Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 8

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, miðvikudagur, 21. október var haldinn 8. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, hófst kl. 15.00 Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Birgir Þröstur Jóhannsson, Skúli Helgason, Halldóra Gestsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Harpa Lind Ólafdóttir. Fundinn sat Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags 10. október 2020 um tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2010-2030 – sérstök búsetuúrræði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi – Nýi Skerjafjörður. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar ódags. vegna auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð Þ5 (Nýi Skerjafjörður).  

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Óskað er eftir kynningu á deiliskipulagstillögunni sem fyrst svo ráðið geti tekið upplýsta afstöðu áður en frestur til athugasemda rennur út. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um græn svæði í gamla Vesturbænum. 

  7. Fram fer umræða um götulýsingu í hverfinu. 

  8. Fram fer umræða um brunann á Bræðraborgarstíg 1 og viðbrögð. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Húsið á Bræðraborgarstíg 1, brann þann 25. júní 2020.  Þessi bruni þar sem þrjár manneskjur dóu er talinn vera mannskæðasti bruni í sögu Reykjavíkur.  Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf. Nú hafa rústir hússins staðið í fjóra mánuði og rannsóknum á staðnum löngu lokið.  Það er ennþá brunalykt, hætta að börn fara inn í húsið, að það kvikni  aftur í, að það fjúki af því á næstu hús eða að það hrynji alveg í næstu haustlægð.  Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð. Ef eigandi verður ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á kostnað eiganda eins og grein nr. 56 í lögum um mannvirki 2010 nr. 160 gefur heimild til.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um upplýsingaflæði til íbúa í tengslum við störf íbúaráðs Vesturbæjar.

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 vegna draga að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 - Endurskoðun á stefnu um íbúðabyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins

  12. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:47

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2110.pdf