Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 7

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, miðvikudaginn, 16. september 2020, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl.15:05 Fundinn sat: Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Björn Karlsson, Hildur Björnsdóttir, Hörður Heiðar Guðbjörnsson, Harpa Lind Ólafsdóttir, Skúli Þór Helgason og Sigþrúður Erla Arnardóttir. 
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. september 2020, vegna heimilda til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og samstarfi við íbúaráð Vesturbæjar. 

    Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði undir þessum lið

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. september 2020, með ósk um umsögn Íbúaráðs Vesturbæjar um tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbæ. 

    Samþykkt að fela formanni að skrifa drög að umsögn.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 7. júlí 2020, um útskrift gerðarbók skipulags- og samgönguráðs dags. 10. júní 2020 vegna Vesturbæjarlaug – Hofsvallagata.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram athugasemdir fulltrúa í Íbúaráði Vesturbæjar, ódags. vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ, samkvæmt auglýsingu af vef Reykjavíkurborgar, dags. 18. ágúst 2020 um samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ. Frestað.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020, um breytingar á reglum um úthlutun hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Öllum umsóknum frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:45

Hildur Björnsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1609.pdf