Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 6

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, fimmtudaginn, 18. júní var haldinn 6. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, sal borgarráðs og hófst kl. 15.18. Fundinn sátu Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Vesturbæjar að fjárfestingar- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025. 
    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram ábendingar vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 um drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030  varðandi breytta landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði.  

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar vill benda á að umferð um Hringbraut er of mikil og muni aukast við það að umferð frá nýja hverfinu sé beint inn á hana. Einnig finnst okkur að fjarlægð við stoppistöðvar borgarlínu sé of mikil og biðjum við um að skoðaðar séu skipulagslausnir sem tengi betur hverfið við borgarlínu sem aðal samgöngumáta hverfisins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 um drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem snýr m.a. að skerpingu heimilda er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júní 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eiðisgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20 maí 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanausta vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar ódags. tillaga að um að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9 og til þess að byggja 6 íbúðir í nýbyggingum og með breytingum og viðbyggingum verði gerðar 2 íbúðir í núverandi húsum á lóð nr. 44 við Öldugötu samkvæmt uppdr. dags. 7. apríl 2020.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að nýbygging fái ekki að vera hærri en nærliggjandi hús og að ekki verðar leyfðar svalir né byggingarhlutar sem slúta yfir gangstétt þar sem ekki er hefð fyrir því.  Hvort leyfa eigi hækkun á Brekkustíg 9 fer eftir varðveislugildi þess og ætti því alfarið að fylgja áliti Minjastofnunnar. Hvatt er til að skipulagsráð passi upp á að götumynd sé virt og byggðamynstur haft til hliðsjónar.

  8. Lögð fram auglýsing af vef Reykjavíkurborgar ódags. tillaga um að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9, einnig er sótt um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús og  gera rishæð, tvær íbúðir verða í húsinu í stað einnar og gerður nýr inngangur frá garði með útitröppum, anddyri og svölum á húsi á lóð nr. 9 við Brekkustíg samkvæmt aðaluppdr. dags. 7. apríl 2020.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að nýbygging fái ekki að vera hærri en nærliggjandi hús og að ekki verðar leyfðar svalir né byggingarhlutar sem slúta yfir gangstétt þar sem ekki er hefð fyrir því.  Hvort leyfa eigi hækkun á Brekkustíg 9 fer eftir varðveislugildi þess og ætti því alfarið að fylgja áliti Minjastofnunnar. Hvatt er til að skipulagsráð passi upp á að götumynd sé virt og byggðamynstur haft til hliðsjónar.

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Umsóknum ýmist hafnað eða frestað.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.  
    Samþykkt að veita verkefninu SumarYoga PopUp 2 (AcroYoga) styrk að upphæð kr.236.000. 
    Samþykkt að veita verkefninu Dance and Draw styrk að upphæð kr.235.000,-. 
    Samþykkt að veita verkefninu Græðum upp gamla Vesturbæinn styrk að upphæð kr.470.000,-. 
    Samþykkt að veita verkefninu Höggmyndagarðshátíð og sýning styrk að upphæð kr.200.000,-. 
    Samþykkt að veita verkefninu Höggmyndagarðshátíð og haustsýning styrk að upphæð kr.300.000,-.
    Samþykkt að veita verkefninu Ylur Viðburðir 2020 styrk að upphæð kr.350.000,-. 
    Samþykkt að veita Félagi um leikvallarskýli styrk að upphæð kr.300.000,- vegna verkefnisins Trjálundur – trjásafn við Leikvallarskýlið. 
    Samþykkt að veita verkefninu Food, dance and games styrk að upphæð kr.500.000,-. 
    Samþykkt að veita verkefninu Matjurtargarðar við Grandagarð styrk að upphæð kr.500.000,-. 
    Samþykkt að veita verkefninu Sumarhópur samfélagshúsa styrk að upphæð kr.200.000,-
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar Reykjavíkur. 
    Samþykkt að veita 17. júní hátíð í Skerjafirði styrk að upphæð kr. 60.000,-.

    Öðrum umsóknum hafnað.

Fundi slitið klukkan 17:27

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1806.pdf