Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 5

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, miðvikudaginn, 20. maí var haldinn 5. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12 og hófst kl. 15.08. Fundinn sátu Birgir Þröstur Jóhannsson og Theódór Ingi Ólafsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:  Skúli Helgason, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. apríl 2020 þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 21. apríl 2020 samþykkt að Birgir Þröstur Jóhannsson taki sæti í íbúaráði Vesturbæjar í stað Svafars Helgasonar og að Helga Ösp Jóhannsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Birgis. Jafnframt var samþykkt að Birgir verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á Hverfið mitt og samþykktum tillögum í hverfinu haustið 2019.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram af vef Reykjavíkurborgar ódags. tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga í ráðinu leggja fram sameiginlega umsögn.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. apríl 2020 vegna skipulagslýsingar fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga, og Tómasarhaga fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. 

    Fulltrúi Pírata og fulltrúi íbúasamtaka í ráðinu leggja fram sameiginlega umsögn.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags.18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 11. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Vesturbæjar, sbr. 8. lið fundargerðar ráðsins frá 19. febrúar 2020.

  8. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. af vef Reykjavíkurborgar um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um samkeppni um listverk í almannarými í Vesturbæ.

  12. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Vesturbæjar.

  14. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    -    16.23 Hildur Björnsdóttir víkur af fundi.

  15. Lagt fram yfirlit mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu yfir umsóknir í hverfissjóð 2019 í Vesturbæ. Þessi liður fundarins er lokaður.

    -    16.25 Ásta Olga Magnúsdóttir víkur af fundi.

  16. Umsóknir í hverfissjóð lagðar fram til afgreiðslu. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Umsóknum ýmist hafnað eða afgreiðslu frestað.

    Fylgigögn

  17. Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Formanni í samráði við ráðið falið að leita umsagnar viðkomandi fagsviðs-/ráðs varðandi umsókn í hverfissjóð. 

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 17:02

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2005.pdf