Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2024, mánudagurinn, 21. október, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Bjarni Magnússon, Björn Ívar Björnsson, Martin Swift, og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á framkvæmdum og viðhaldi á götum, göngu- og hjólastígum í borgarhlutanum. MSS24100069
Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Lorenz Julian Brunnert, dags. 17. september 2024, vegna verkefnisins Götuhátið Víðimels Sumar 2024. MSS24030095
Fundi slitið kl. 17:22
Stein Olav Romslo Björn Ívar Björnsson
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Martin Swift
Bjarni Magnússon Þórhallur Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 21. október 2024