Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 49

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 21. október, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Bjarni  Magnússon, Björn Ívar Björnsson, Martin Swift, og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á framkvæmdum og viðhaldi á götum, göngu- og hjólastígum í borgarhlutanum. MSS24100069

    Rúnar Gísli Valdimarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Lögð fram greinargerð Lorenz Julian Brunnert, dags. 17. september 2024, vegna verkefnisins Götuhátið Víðimels Sumar 2024. MSS24030095

Fundi slitið kl. 17:22

Stein Olav Romslo Björn Ívar Björnsson

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Martin Swift

Bjarni Magnússon Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 21. október 2024