No translated content text
Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2024, mánudagurinn, 16. september, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarráði og hófst kl. 16.06. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Halldór Bachmann, Bjarni Magnússon, Martin Swift, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Einnig sat fundinn Hörður Heiðar Guðbjörnsson með rafrænum hætti.
Fundarritari var Elísabet Pétursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Samþykkt að leggja fram tilkynningu foreldrafélaga dags. í dag, um að Bjarni Magnússon tekur sæti sem aðalfulltrúi í íbúaráði Vesturbæjar tímabilið 2024-2026, f.h. Melaskóla, í stað Magneu Guðrúnar Gunnardóttur. Jafnframt að Arnar Þór Snorrason tekur sæti sem varafulltrúi f.h. Vesturbæjarskóla, í stað Önnu Lísu Björnsdóttur. MSS22080029
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á kynning á lýsingu skipulagsgerðar og drögum á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði. USK24020304
Haraldur Sigurðsson og Margrét Lára Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um gervigrasvöll KR í Frostaskjóli. MSS22090034
-
Fram fer umræða um umferðaröryggismál í Vesturbæ. MSS23110075
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júlí 2024, um stækkun gjaldskyldusvæðis Bílastæðasjóðs – upplýsingagjöf. USK24040128
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. ágúst 2024, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs vegna breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar – Örfiriseyjar – Fiskislóð 15-21. USK23100095
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Vesturbæjar haust 2024. MSS22090031
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Samfélagshússins Aflagranda 40, dags. 20. júní 2024, vegna verkefnisins Sumargleði. MSS22040042
-
Lögð fram greinargerð Evu Línar Vilhjálmsdóttur, dags. 22. júní 2024, vegna verkefnisins Samsýning í Vesturbæjarlaug. MSS23100145
-
Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Staðan á gervigrasinu í KR er alvarleg. Um 800 börn hafa misst aðstöðuna til að iðka fótbolta. Óháðir aðilar hafa fallist á að nýja gervigrasið er ónothæft til að keppa á og því væntanlega einnig til að æfa og allar æfingar færðar af gervigrasinu. Brýnt er að upplýsa börn, foreldra og félag um stöðuna eins vel og hægt er, jafnt og þétt. Íbúaráð Vesturbæjar óskar eftir upplýsingum um stöðuna, hvað er að gerast í þessu máli og hvernig framhaldinu verði háttað. Hver er tímalínan fyrir nauðsynlega vinnu við gervigrasið? Hver borgar fyrir framkvæmdirnar? Hvað munu þær kosta og hvernig verður fjármagnið tryggt ef Reykjavíkurborg þarf að borga? Hvert fara börnin á meðan? Hver borgar fyrir ferðir barnanna ef þau þurfa að fara út úr hverfinu? Er hægt að gera einhverjar bráðabirgðaráðstafanir sem bjargar æfingavetrinum fyrir börnin sem æfa í KR? Hvernig spilar þetta inn í framtíðarskipulag á KR-svæðinu? Hvernig munu börn, foreldrar og félag fá upplýsingar um framkvæmdirnar? Svara er óskað jafnóðum eftir því sem þau liggja fyrir. MSS22090034
Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs.
Fundi slitið kl. 18.00
Stein Olav Romslo Halldór Bachmann
Martin Swift Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Bjarni Magnússon Þórhallur Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 16. september 2024