Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 44

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 18. mars, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.08. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Einnig sátu fundinn Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Hverfisskipulagi – Vesturbær. MSS22090034

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16:10 tekur Björn Ívar Björnsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um áætlanir bandaríska sendiráðsins á Sólvallagötu 14. MSS23110097

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúar í Vesturbænum hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirætlana bandaríska sendiráðsins á Sólvallagötu 14 þar sem bandarískir sendiherrabústaðir lúta stífari öryggiskröfum en gengur og gerist og öryggisgæsla er mun sýnilegri en það sem tíðkast hérlendis. Sólvallagata 14 situr í einu elsta hverfi Reykjavíkur og í götu sem býr að mjög einkennandi og heildstæðri götumynd. Áætlaðar eru verulegar breytingar á sögulegu húsi og lóðinni sjálfri sem samræmast illa rólegu fjölskylduhverfi og stinga í stúf við götumyndina.  Íbúaráð Vesturbæjar tekur undir með íbúum sem hafa lýst yfir áhyggjum og telur mikilvægt að slík starfsemi sem fyrirhuguð er á Sólvallagötu 14 sé einungis leyfð raski hún ekki götumynd, hverfisbrag og öryggi íbúa í hverfinu. Miðað við núverandi lýsingu á starfseminni uppfyllir hún ekki þessi skilyrði.
     

  3. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 18. mars. 2024, einnig lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 26. febrúar 2024. USK23100095
    Samþykkt

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar kallar eftir því að Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir bæti aðkomu gangandi og hjólandi vegfarenda að verslunum á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð. Þá væri tilvalið að hliðra byggingarreitunum til og gera pláss fyrir breikkaðan göngustíg og nýjan hjólastíg. Einnig veltir íbúaráðið fyrir sér hvort hægt væri að byggingarreitir B-1, B-2 og B-3 væru frekar staðsettir norðarlega á lóðinni, nær lóðarmörkum við Fiskislóð 11-13.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:40

Stein Olav Romslo Björn Ívar Björnsson

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Martin Swift

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 18. febrúar 2024