Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 43

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 26. febrúar, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Halldór Bachmann, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Einnig sátu fundinn Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2024, við erindi íbúaráðs Vesturbæjar um sorphirðu og grenndargáma. MSS23080036

    Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, vegna verkhönnunar verkefna í Hverfið mitt í Vesturbæ. MSS22020075

    Heiða Hrund Jack og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 26. febrúar 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingu á hámarkshraða, ásamt fylgiskjölum. USK23010018
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. USK23100095
    Samþykkt að fela formanni að óska frekari upplýsinga og setja málið á dagskrá næsta fundar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
    Samþykkt að fela formanni að tilnefna fulltrúa fyrir hönd Íbúaráðs Vesturbæjar í samráði við fulltrúa íbúaráðsins.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:45

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ágústa Guðmundsdóttir Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Martin Swift Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 26. febrúar 2024