Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 41

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 18. desember, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Halldór Bachmann, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Einnig sátu fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 30. nóvember 2023, öryggisviðbúnaður við fyrirhugaðan sendiherrabústað á Sólvallagötu 14.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar tekur undir með erindi íbúa í Gamla Vesturbæ um að mikilvægt er að varðveita hverfisanda, götumynd og öryggi íbúa þegar skipulagsbreytingar eða byggingarleyfisumsóknir eru teknar fyrir.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 23. nóvember 2023, um stafræna stefnu Reykjavíkurborgar. ÞON23010021

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 16:53

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ágústa Guðmundsdóttir Martin Swift

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 18. desember 2023