Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 40

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 20. nóvember, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Halldór Bachmann, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirfarandi starfsmaður sat einnig fundinn með rafrænum hætti: Hörður Heiðar Guðbjörnsson.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs á umferðaröryggismálum í Vesturbæ. MSS23110075

    Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 16. október 2023, um áætlanir bandaríska sendiráðsins á Sólvallagötu 14. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. október 2023. MSS23110097

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsagnarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023, um drög að stafrænni stefnu. ÞON23010021
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Vesturbæjar í samráði við fulltrúa ráðsins að skila inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Melaskóla styrk að upphæð kr. 220.000 vegna verkefnisins Þrettándahátíð í Vesturbæ 2024. 

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:00

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ágústa Guðmundsdóttir Martin Swift

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 20. nóvember 2023