Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 4

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2020, miðvikudaginn, 19. febrúar var haldinn 4. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Melaskóla og hófst kl. 15.08. Fundinn sátu Ásta Olga Magnúsdóttir, Birgir Þröstur Jóhannsson, Skúli Helgason, Björn Karlsson og Harpa Lind Ólafsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á málefnum Hringbrautar með hliðsjón af umferðaröryggi og þverunum.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umferðaröryggi við Hringbraut er eitt stærsta hagsmunamál Vesturbæinga. Íbúaráð Vesturbæjar leggur til að aðgerðir til þess að tryggja umferðaöryggi við Hringbraut verði settar í sérstakan forgang, en þótt ákveðin verk hafi verið sett í gang með samstarfi Vegagerðar og Reykjavíkurborgar vantar heildarsýn og skýrari aðgerðaáætlun. Við óskum eftir að eftirfarandi verkefni verði sett af stað: 1. Heildarhönnun fyrir Hringbraut með framtíðarsýn varðandi þveranir. Borgarhönnun sem fjallar um áherslur sem stuðla að öryggi, sem getur verið götugögn og hönnun sem stuðlar að öryggistilfinningu og hegðun. 2. Að sett verði fremst í forgangsröðunina gatnamótin Bræðraborgarstíg og Hringbrautar af því að það er mikilvægasta hjóla og göngu leið barna, ungmenna og íþróttaiðkenda á leið í íþróttir, skóla og frístund. 3. Upplýsingagjöf um aðgerðaáætlanir og samstarf Vegagerðar og Reykjavíkurborgar.  

    Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Bryndís Friðriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á málefnum Hagatorgs.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar óskar eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að Hagatorg verði tekið til jákvæðrar skoðunar sem torg í biðstöðu fyrir sumarið 2020 með það fyrir augum að nýta torgið fyrir fjölbreytt og skemmtilegt mannlíf fyrir börn og aðra íbúa í hverfinu.

    Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á skólastarfi í Melaskóla.

    Björgvin Þór Þórhallsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer umræða um hvað fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar vilja fá út úr starfinu.
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar.

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Umsóknir í hverfissjóð lagðar fram til afgreiðslu
    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um úthlutanir úr hverfissjóði í Vesturbæ síðustu þriggja ára.
    Vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 17:14

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1902.pdf