Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 38

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 18. september, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Samfélagshúsinu Aflagranda 40 og hófst kl. 16.06. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Halldór Bachmann, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi VoR-teymisins. MSS22100035

    Soffía Hjördís Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16:08 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    -    Kl. 16.52 víkur Þórhallur Aðalsteinsson af fundinum. 

  2. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Melaskóla, ódags., vegna verkefnisins Þrettándahátíð. MSS22040019

  3. Fram fer kynning á hugmyndafræði samfélagshúsa og starfsemi á Aflagranda 40. MSS22100035

    Helga Ösp Jóhannsdóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:55

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Martin Swift

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 19. september 2023