Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 35

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 15. maí, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Eldstöð, Tjarnargötu 12 og hófst kl. 16.10. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Halldór Bachmann, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sat einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215
  Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum og jafnréttisskimun fyrir 31. maí nk. 
   

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 3. Lögð fram greinargerð Götubita, ódags. vegna verkefnisins Götubiti á Hjólum. 

  Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
   

 4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157.
  Samþykkt að veita Jónasi Tryggva Jóhannssyni styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins 17. júní í Skerjafirði.
  Samþykkt að veita Hafdísi Bjarnadóttur styrk að upphæð kr. 60.000 vegna verkefnisins Handavinnuhringekja - býtti, aðstoð, samvera. 
  Samþykkt að veita Götubita styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Karnival í Hverfunum! Götubiti á Hjólum. 
  Samþykkt að veita Prýðisfélaginu Skildi styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Eflum félagsandann og príðum hverfið okkar.
  Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Sumarsirkus. 
  Samþykkt að veita Bjarna Lárusi Hall styrk að upphæð kr. 50.000 vegna verkefnisins Spil - tónleikar fyrir eldri borgara Reykjavíkur - Vesturbær. 

  Öðrum umsóknum hafnað. 

  Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
   

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:05

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Martin Swift Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 15. maí 2023