Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 34

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 17. apríl, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í félagaðstöðu KR í Frostaskjóli og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Halldór Bachmann, Martin Swift, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynnin á uppbyggingaráformum á félagssvæði KR. MSS22090034

    Bjarni Guðjónsson, Gunnar Kristjánsson og Pálmi Rafn Pálmason taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16:11 tekur Ragna Sigurðardóttir sæti á fundinum.

  2. Fram fer umræða um akstur hópferðabíla í Vesturbæ. MSS22100088

  3. Íbúaráð Vesturbæjar leggur til að akstursbann hópbifreiða verði framlengt vestur að Ánanaustum. Akstursbannið afmarkist þá af Mýrargötu að norðan, Ánanaustum að vestan og Hringbraut, Hofsvallagötu og Túngötu að sunnan. MSS23040116
    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:55

Halldór Bachmann Ragna Sigurðardóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Martin Swift

Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. apríl 2023