No translated content text
Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2023, mánudagurinn, 20. mars, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Halldór Bachmann, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram fram slembival í íbúaráði Vesturbæjar. Þórey Guðmundsdóttir hefur þekkst boð um að taka sæti sem varamaður í íbúaráði Vesturbæjar eftir að hafa verið valin með slembivalsaðferð. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2023, vegna auglýsingu á tillögu að vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. SN220428
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Vesturbæ fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. MSS22020075
Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
1. Grænni og öruggari Meistaravellir
2. Grillaðstaða hjá Landakotstúni
3. Ærslabelgur
4. Hverfis hjólageymslur
5. Opin leiksvæði í Skerjafirði
6. Nýtt gervigras á Stýró
7. Fleiri stiga ofaní fjöru v. Eiðisgranda
8. Endurgera leikvöll við Víðimel
9. Sögugarður Guðrúnar Helgadóttur
10. Vistlegri RánargataMeð vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.
Bragi Bergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:59
Stein Olav Romslo Halldór Bachmann
Ágústa Guðmundsdóttir Martin Swift
Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 20. mars 2023