Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 32

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 16. janúar, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. janúar 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 17. janúar 2023 hafi verið samþykkt að Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir tæki sæti í íbúaráði Vesturbæjar í stað Ágústu Guðmundsdóttur. Jafnframt var samþykkt að Ágústa Guðmundsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Mörtu Guðjónsdóttur. MSS22060063

     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Íbúasamtaka Vesturbæjar. MSS22090034

    Ásta Olga Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16:30 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. febrúar vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Vesturgata 61. SN220428

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:24

Stein Olav Romslo Martin Swift

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Vesturbæjar 20.2.2023 - Prentvæn útgáfa