Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 31

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2023, mánudagurinn, 16. janúar, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. MSS22090034

    Guðrún Kaldal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 16.11 tekur Ásta Olga Magnúsdóttir sæti á fundi með rafrænum hætti.
    -    Kl. 16.26 tekur Halldór Bachmann sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags 6. janúar 2023 um breytingar á fjármagni í hverfissjóði. MSS22040019

    Fylgigögn

  4. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Vesturbæjar – vor 2023. MSS22080127

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    Kl. 16.52 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi.

  6. Lögð fram greinargerð vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    a)    Vinnustofa í blöðrudýragerð/Daníel Sigríðarson

    b)    Lesið fyrir hund/Vigdís - vinir gæludýra á Íslandi

Fundi slitið kl. 16:54

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ágústa Guðmundsdóttir Ásta Olga Magnúsdóttir

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
FG_15.1.2022_Vesturbær