Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2022, mánudagurinn, 19. desember var haldinn 30. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.07. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Martin Swift, og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Halldór Bachmann og Magnea Guðrún Gunnarsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og og Hörður Heiðar Guðbjörnsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Vesturmiðstöðvar MSS22100035.
Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar. MSS22090031
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040019
Samþykkt að veita Petru Sigurbjörgu Ásgrímsdóttur styrk að upphæð kr. 60.000,- vegna verkefnisins Jólaföndur Vesturbæjarskóla.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Melaskóla styrk að upphæð kr. 700.000,- vegna verkefnisins Þrettándahátíð.Öðrum umsóknum hafnað.
Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Vesturbæjar skorar á Reykjavíkurborg að taka frumkvæði og skoða möguleikann á öðrum valkostum í stað flugeldasýninga á stórum viðburðum sem borgin kemur að, eins og hverfishátíðum og Menningarnótt. Til dæmis með því að nota leysigeisla (e. laser) eða dróna með ljósum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:55
Stein Olav Romslo Halldór Bachmann
Ágústa Guðmundsdóttir Martin Swift
Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 19. desember 2022