Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 30

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, mánudagurinn, 19. desember var haldinn 30. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.07. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Martin Swift, og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:  Halldór Bachmann og Magnea Guðrún Gunnarsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og og Hörður Heiðar Guðbjörnsson.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á starfsemi Vesturmiðstöðvar MSS22100035.

  Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar. MSS22090031

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

 4. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

 5.  

  Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður.  MSS22040019

  Samþykkt að veita Petru Sigurbjörgu Ásgrímsdóttur styrk að upphæð kr. 60.000,- vegna verkefnisins Jólaföndur Vesturbæjarskóla. 
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Melaskóla styrk að upphæð kr. 700.000,- vegna verkefnisins Þrettándahátíð. 

  Öðrum umsóknum hafnað. 

  Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Vesturbæjar skorar á Reykjavíkurborg að taka frumkvæði og skoða möguleikann á öðrum valkostum í stað flugeldasýninga á stórum viðburðum sem borgin kemur að, eins og hverfishátíðum og Menningarnótt. Til dæmis með því að nota leysigeisla (e. laser) eða dróna með ljósum.
   

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:55

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Ágústa Guðmundsdóttir Martin Swift

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 19. desember 2022