Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2020, miðvikudaginn, 22. janúar var haldinn 3. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Vesturbæjarskóla og hófst kl. 15.08. Fundinn sátu Svafar Helgason, Skúli Helgason, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Harpa Lind Ólafsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir. Einn gestur sat fundinn.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða.
Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skólastarfi Vesturbæjarskóla.
Þóra Björk Guðmundsdóttir og Margrét Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um umsögn um hugmyndir Strætó bs. að nýju leiðakerfi.
Umsögn lögð fram og samþykkt.Fylgigögn
-
Umsóknir í hverfissjóð lagðar fram til afgreiðslu.
Umsóknum ýmist hafnað eða afgreiðslu frestað.- 16.41 Ásta Olga Magnúsdóttir víkur af fundi.
- 16.47 Ásta Olga Magnúsdóttir tekur sæti á fundi.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
- 16.52 Hildur Björnsdóttir og Harpa Lind Ólafsdóttir víkja af fundi.
- 16:58 Björn Karlsson víkur af fundi.
Fundi slitið klukkan 17:06
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2201.pdf