Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 28

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, mánudagurinn, 17. október var haldinn 28. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (fundarherbergi borgarráðs) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Martin Swift, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:  Halldór Bachmann. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. MSS22020075

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Vesturbæ. MSS22020088
    Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Vesturbæjar og samþykkt að senda til forsvarsmanna Römpum upp Ísland. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar  á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. USK22090017
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið móta athugasemdir ráðsins og senda fyrir tilskilinn frest 14. nóvember nk. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar. MSS22090031
    Samþykkt að fulltrúar íbúasamtaka og foreldrafélaga kortleggi bakhóp í samvinnu við tengilið Vesturmiðstöðvar við íbúaráð Vesturbæjar. 

  6. Fram fer umræða um akstur hópbifreiða í Vesturbæ. MSS22100088

  7. Fram fer umræða um græn svæði í Vesturbæ. MSS22010209

  8. Fram fer umræða um framtíð Hringbrautar. MSS22100089

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

    -    17:30 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. MSS22040019
    Afgreiðslu umsókna frestað. 

    -    17.44 víkur Halldór Bachman af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:55

Stein Olav Romslo Ágústa Guðmundsdóttir

Martin Swift Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
28. Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. október 2022.pdf