Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2022, mánudagurinn, 17. október var haldinn 28. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (fundarherbergi borgarráðs) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir, Martin Swift, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Halldór Bachmann. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. MSS22020075
Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Vesturbæ. MSS22020088
Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Vesturbæjar og samþykkt að senda til forsvarsmanna Römpum upp Ísland.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 með beiðni um hugmyndir og framtíðarsýn um haftengda upplifun og útivist á strandlengjunni. USK22090017
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið móta athugasemdir ráðsins og senda fyrir tilskilinn frest 14. nóvember nk.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Vesturbæjar. MSS22090031
Samþykkt að fulltrúar íbúasamtaka og foreldrafélaga kortleggi bakhóp í samvinnu við tengilið Vesturmiðstöðvar við íbúaráð Vesturbæjar. -
Fram fer umræða um akstur hópbifreiða í Vesturbæ. MSS22100088
-
Fram fer umræða um græn svæði í Vesturbæ. MSS22010209
-
Fram fer umræða um framtíð Hringbrautar. MSS22100089
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031
- 17:30 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. MSS22040019
Afgreiðslu umsókna frestað.- 17.44 víkur Halldór Bachman af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:55
Stein Olav Romslo Ágústa Guðmundsdóttir
Martin Swift Magnea Guðrún Gunnarsdóttir
Þórhallur Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
28. Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. október 2022.pdf