Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 27

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, mánudagurinn, 19. september var haldinn 27. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarbúð) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.18. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Ágústa Guðmundsdóttir Halldór Bachmann, Martin Swift, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa  og þriggja til vara í íbúaráð Vesturbæjar. Stein Olav Romslo var kosinn formaður íbúaráðs Vesturbæjar. MSS22060063

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. september 2022 þar sem kemur fram að borgarstjórn hafi á fundi sínum 6. september 2022 samþykkt að Ágústa Guðmundsdóttir taki sæti í íbúaráði Vesturbæjar í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur. Jafnframt hafi borgarstjórn samþykkt að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í íbúaráði Vesturbæjar í stað Ágústu. MSS22060063 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Vesturbæjar. Martin Swift tekur sæti í íbúaráði Vesturbæjar fyrir hönd íbúasamtaka og Ásta Olga Magnúsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Vesturbæjar. Magnea Guðrún Gunnarsdóttir tekur sæti í íbúaráði Vesturbæjar og Anna Lísa Björnsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lagt fram slembival í íbúaráði Vesturbæjar. Þórhallur Aðalsteinsson tekur sæti í íbúaráði Vesturbæjar sem slembivalinn fulltrúi. MSS22080029

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar  á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Vesturbæjar.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Vesturbæ. MSS22020088
    Samþykkt að formaður í samvinnu við ráðið safni ábendingum og leggi fram á næsta fundi ráðsins. 

  10. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar vill sjá að gangandi vegfarendur verði settir ofar í forgang og öryggi barna haft í fyrirrúmi, þegar farið er yfir Hringbraut. Sér í lagi með því að öll gönguljós á Hringbraut, einnig þau sem eru samtengd umferðarljósum, bregðist við um leið við gangandi vegfarendum, gefi grænan kall og greiði þeim leið.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. 

  13. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 – Hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  15. Fram fer kosningar varaformanns. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22080251
    Samþykkt  að Halldór Bachmann verði varaformaður ráðsins. 

  16. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í Hverfissjóð. MSS22040019
    Samþykkt að veita Bjarna Hall styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Tónlist fyrir aldraða með því skilyrði að verkefnið sé framkvæmt í Vesturbæ.  

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:07

Stein Olav Romslo Ágústa Guðmundsdóttir

Halldór Bachmann Martin Swift

Magnea Guðrún Gunnarsdóttir Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
27. Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 19. september 2022.pdf