Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2022, miðvikudagur, 20. apríl var haldinn 25. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (borgarráði) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Ásta Olga Magnúsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Helgason, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðstöðu til íþróttaiðkunar, útivistar og um lýðheilsu í Vesturbæ..
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hreinsun gatna og gönguleiða í borgarhlutanum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tillögu borgarstjóra dags. 5. apríl 2022 – Borgin okkar 2022.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. apríl 2022 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla á lóð nr. 1 við Fornhaga.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um spurningar og svör á íbúafundi borgarstjóra.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Afgreiðslu umsókna frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:11
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
25._fundargerd_ibuarads_vesturbaejar_fra_20._april_2022.pdf