Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 24

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, miðvikudagur, 16. mars var haldinn 24. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 - Eldstöð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 15.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Helgason, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2022 og 3. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna Vesturbæjarsundlaugar.

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    15.04 tekur Ásta Olga Magnúsdóttir sæti á fundinum.     

    Fylgigögn

  2. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2022 og 2. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Frostaskjól - KR svæðið. 
    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn íbúaráðs Vesturbæjar fyrir tilskilinn frest. 

    Fulltrúi Pírata og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun: 

    1. Að Reykjavíkurborg leitist eftir því að eignast íþróttasvæði KR eins og önnur íþróttasvæði í borginni og fjármagni uppbyggingu félagsins eins og hún gerir hjá öðrum félögum. 2. Að farið verði í nákvæma þarfagreiningu þar sem skoðuð er þörf á íþróttaaðstöðu sem flestra íþróttagreina í hverfinu.  Hvað er til staðar og hvað vantar út frá þeim sem þar búa og fólksfjölda. 3. Að gerð verði greining á íþróttatengdri þjónustu í hverfinu ásamt því hvernig Vesturbæ er þjónustað í samburði við önnur hverfi borgarinnar og höfðatölu. 4. Að komið verði með tillögur af öðrum svæðum í hverfinu til að viðhalda fjölda íþróttasvæða ef byggt verður á íþróttasvæðum. 5. Að allt sem byggt verður á KR svæðinu sé tengt íþróttum, menningu eða lýðheilsu. Ekki er pláss til að leggja þetta verðmæta íþróttasvæði undir íbúðir nema boðið sé upp á í hverfinu, nýtt og helst stærra svæði í staðinn.

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á áskorun íbúa í Vesturbæ til borgarstjóra vegna lóða Bræðraborgarstíg nr. 1 og 3.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Leggjum við til að umhverfis- og skipulagssvið skoði vandlega tillögur nágranna þessara lóða og hvernig borgin getur komið til móts við sjónarmið íbúa í hverfinu.

    Pawel Bartoszek tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Friðbjörg Ingimarsdóttir og Astrid Lelarge taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.  

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi Íbúasamtaka Vesturbæjar dags. 11. mars 2022 um tillögu um að hverfisskipulagsvinna verði sett í gang. MSS22030162
    Samþykkt að vísa til umsagnar deildarstjóra hverfisskipulags. 

    Fylgigögn

  5. Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2022 og 3. mars 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu.

    Fylgigögn

  6. Svar Frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar dags. 18. janúar 2022 við bókun íbúaráðs Vesturbæjar um nýtingu íþrótta- og skólahúsnæðis, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 15. desember 2021. 

  7. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 4. mars 2022 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sörlaskjól og Faxaskjól. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    -    16:38 víkur Björn Karlsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um spurningar íbúa og svör sem veitt voru á íbúafundir borgarstjóra í Vesturbæ. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Vesturbæjar.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  11. Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Borgarstjóri sagði á íbúafundi í Vesturbæ nýlega að von væri á upplyftum gatnamótum á Hringbraut/Hofsvallagötu og nýjum ljósum við Bræðraborgarstíg og Framnesveg.  Hvernig verða þessi gatnamót útfærð? Ráðið endurtekur að þörf er á heildarhönnun og ný umferðarljós taki mið af bættri hönnun með alvöru þverunum og hjólaleiðum yfir Hringbraut. MSS22030164

    Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra.

Fundi slitið klukkan 17:01

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
24._fundargerd_ibuarads_vesturbaejar_fra_16._mars_2022.pdf