Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 23

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2022, miðvikudagur, 19. janúar var haldinn 23. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Sigþrúður Erla Arnardóttir og  Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt – Vesturbær.

    Marta María Jónsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    15.23 tekur Hildur Björnsdóttur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 
    -    15:49 Líf Magneudóttir víkur af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. desember 2021 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eiðsgrandi – Ánanaust. 

    Fulltrúi Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við viljum hvetja til þess að unnið verði að metnaðarfyllri hönnun almenningssvæðis á þessum mikilvæga stað í hverfinu í samráði við íbúa og íbúaráð og fleiri hagaðila í hverfinu. Íbúar og Íbúaráð Vesturbæjar hafa ítrekað bent á þörfina á grænum svæðum, leik og íþróttasvæðum í gamla Vesturbæ og að góð staðsetning væri við Ánanaust og Eiðsgranda eru ein af þeim fáum svæðum sem enn eru laus sérstaklega í nærumhverfi íbúa 101 og Vesturbæjarskóla. Þessi deiliskipulagstillaga virðist ekki falla nægilega að þörfum íbúa og við setjum spurningarmerki við það hvort hún henti á þessum stað í gamalgrónu íbúðahverfi.  Lagt er til að allri fjárhæðinni sem átti að ráðstafa í þetta verkefni verði veitt í að hanna og byggja grænt útivistarsvæði með leiktækjum við sjávarsíðuna og haft verði samráð við íbúa, tekið mið af sögu svæðisins, og haft samráð við mikilvægar stofnanir á svæðinu svo sem Vesturbæjarskóla og Sjóminjasafnið svo eitthvað sé nefnt. Við mælum með slíku samráði áður en deiliskipulagstillaga er lögð fyrir. Einnig  biðjum við um heildstæða hönnun á strandlengjunni ásamt því að breyta hringtorgunum við Ánanaust  í gatnamót sem minna fer fyrir og eru öruggari virkum samgöngumátum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um tillögu að deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól. 

    Fulltrúi Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hafa þarf samráð við íbúa og íbúaráð um hönnun nýrra hjólreiðaleiða áður en farið er í hönnun á deiliskipulagstillögu. Hjólreiðaráætlun leggur til hjólastíg við Faxaskjól/Sörlaskjól og aðalskipulag sýnir þar stofnstíg.  Þó að í aðalskipulagi standi að hjólastígar fylgi almennt stofnstígum þá gefur það möguleika á ákveðnum sveigjanleika. Lagt er til að meira samráð sé haft við íbúa og Íbúaráð Vesturbæjar um staðsetningu hjólastíga í hverfinu þar sem vert er að skoða aðra möguleika sem eru til staðar og vermda græn svæði fyrir of miklu malbiki. Hjólanetið sem lagt er til í hjólreiðaráætlun tekur sérstaklega mið af íþróttahjólamennsku.  Þörf er á að aðlaga hjólanetið að þörfum íbúa sem nota hjól sem sitt aðal- samgöngutæki innan hverfis. Lagt er til að ný heildstæð tillaga af hjólreiðaneti fyrir allt hverfið verði lögð undir íbúa og Íbúaráðið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 16:41

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
23._fundargerd_ibuarads_vesturbaejar_fra_19._januar_2022.pdf