Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 22

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 15. desember var haldinn 22. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.15. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir og Björn Karlsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Sigþrúður Erla Arnardóttir og  Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um nýtingu íþrótta- og skólahúsnæði í Vesturbæ. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur til að nýta betur húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar í Vesturbæ í þágu barna, unglinga og fullorðinna. Í því ljósi mætti hugsa sér að koma upp einskonar samfélagshúsi í 2-3 skipti í viku. Íbúaráð Vesturbæjar óskar eftir að forsvarsmenn frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar setji fram tillögu til borgarinnar um að nýta Vesturbæjarskóla eftir skólatíma fyrir frístundarverkefni sem nýtast börnum, unglingum og fjölskyldum í samráði við Íbúaráð og viðeigandi svið borgarinnar.  Verkefni sem ýta undir félagslíf, íþróttir, tónlist osfv. 

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 um niðurstöður kosninga í Hverfið mitt. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. 

  4. Fram fer umræða um græn svæði í Vesturbæ. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á fundi Íbúaráðs Vesturbæjar fóru fram umræður um græn svæði og möguleika  í hverfinu við Þórólf deildarstjóra náttúru og garða. Í kjölfarið óskar ráðið eftir frekari úttekt á eftirfarandi: útivistar og afþreyingarmöguleikum í hverfinu samanborið við önnur hverfi, grænum svæðum í hverfinu, samanborið við önnur hverfi, græn/opin svæði í þróun/skipulagi, möguleikum á nýjum afþreyingar og grænum svæðum 

    Þórólfur Jónsson frá umhverfis- og skipulagssviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið fundarins með fjarfundarbúnaði. 

    -    16.00 tekur Salvör Ísberg sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Vigdísi – vina gæludýra á Íslandi styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins lesið fyrir hund.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:41

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1512.pdf