Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 21

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 17. nóvember var haldinn 21. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning vegna grenndarstöðva í Vesturbæ. 

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    kl. 15.25 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á hönnunarsamkeppni – viðbygging við Melaskóla og útfærsla Hagatorgs sem almannarýmis.

    Gréta Þórsdóttir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags 28. október 2021 – umsagnir og svör við athugasemdum vegna tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

    Yrsa Þ. Gylfadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  5. Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Melaskóla styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Þrettándahátíð Vesturbæjar 2022.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:08

Hildur Björnsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1711.pdf