Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 20

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 20. október var haldinn 20. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.01. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir, Martin Swift, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. 

    Guðrún Kaldal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 18. mars 2021, vegna bréfs formanns íbúaráðs Vesturbæjar dags. 15. janúar 2021, vegna battavallar á Landakotstúni ásamt bréfi skólastjóra Landakotsskóla til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar fagnar mjög áætlunum Reykjavíkurborgar um battavöll á Landakotstúni. Ráðið hvetur til þess að við nánari hönnun verði gætt að því að völlurinn verði fjölnota, fyrir ýmsar boltaíþróttir, höfði til beggja kynja og gætt verði sérstaklega að öryggi barna. Skoða ber hljóðvist sérstaklega, svo að þegar bolti lendi í girðinu um völlinn þá verði hljóðmengun í lágmarki. Íbúaráð Vesturbæjar hvetur til þess að íbúafundur verði haldinn til kynningar og athugasemda þegar nánari hönnun vallarins liggur fyrir. Jafnframt hvetur ráðið til þess að unnið verði hratt og vel að undirbúningi og framkvæmd þessa mjög svo þarfa verkefnis. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. september 2021 með útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 25. ágúst vegna Nýlendugötu 14. 

    -    16:00 víkur Sigþrúður Erla Arnardóttir af fundi. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um nýtingu húsnæðis borgarinnar. 

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lögð fram greinargerð vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Marzena Solak/Treasures of nature close to you

  7. Lagðar fram umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Hitt eyrað sf styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Jól i Vesturbæ með því skilyrði að frítt inn verði á viðburðinn. 
    Samþykkt að veita Flæði Art Venue styrk að upphæð kr. 260.00.000 vegna verkefnisins FLÆÐI | Vetrar/vordagskrá 2021.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    -    16:48 víkur Líf Magneudóttir af fundi. 

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf styrk að upphæð kr. 172.500 vegna verkefnisins Jóla Diskó. 
    Samþykkt að veita Katrínu Ólafsdóttur styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Hryllingsgarðurinn. 
    Samþykkt að veita Flæði Art Venue styrk að upphæð kr. 240.00.000 vegna verkefnisins FLÆÐI | Vetrar/vordagskrá 2021.

  9. Lagðar fram umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkur - Vesturbær. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að mæla með að veita Kristínu Vigfúsdóttur styrk að upphæð kr. 204.500,- vegna verkefnisins Fyrirbyggjandi æfingar til varnar byltum. 
    Samþykkt að mæla með að veita Helgu Ösp Jóhannsdóttur styrk að upphæð kr. 204.500,- vegna verkefnisins Kraftur í KR.  

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:11

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2010.pdf