Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 2

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2019, föstudaginn, 20 desember var haldinn 2. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Vesturbæjarskóla og hófst kl. 15.15. Fundinn sátu Svafar Helgason, Birgir Þröstur Jóhannsson, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Harpa Lind Ólafsdóttir. Fundinn sat einnig Anna Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf um val á slembivöldum fulltrúum í íbúaráð Vesturbæjar. Slembivalinn aðalmaður í íbúaráð Vesturbæjar er Harpa Lind Ólafsdóttir og slembivalinn varamaður er Theódór Ingi Ólafsson.

  2. Fram fer kynning á hugmyndum Strætó bs. á breytingum á leiðakerfi strætó og áhrifum á hverfið. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðand umsögn:

    Mikil uppbygging er áætluð á svæðinu við Granda. Fyrirhugað er að reisa 176 íbúðir í Vesturbugt auk þess sem tæplega 13 þúsund fermetrar eru áætlaðir fyrir atvinnustarfsemi, verslanir, veitinga- og kaffihús, á jarðhæð bygginganna. Á Héðinsreit stendur til að reisa allt að 330 íbúðir og 230 hótel¬íbúðir auk þess sem gert er ráð fyrir að byggt verði allt að 4.200 fermetra húsnæði á svonefndum Alliancereit ofan Örfiriseyjar. Samhliða þessari uppbyggingu má gera ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa á svæðinu. Íbúaráð Vesturbæjar fer fram á að tekið verði tillit til þessara gríðarlegu uppbyggingaráforma og þau höfð til hliðsjónar við mótun leiðakerfis strætó í hverfinu.

    Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svala Skúladóttir frá Strætó bs. taka sæti á fundinum.

  3. Fram fer kosning varaformanns. 

    Samþykkt að Ásta Olga Magnúsdóttir verði varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar.

  4. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Melaskóla styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna þrettándahátíðar.

    Björn Karlsson víkur af fundinum við afgreiðslu umsóknarinnar.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:50

Hildur Björnsdóttir