Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 19

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 15. september var haldinn 19. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.01. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Skúli Helgason, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengismálum á opnum svæðum á borgarlandi í Vesturbæ. 

    Gísli Þór Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um hjólaþjófnað í Vesturbæ. 

    Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í Hverfið mitt sem fram fara 30. september til 14. október næstkomandi.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur áherslu á góða dreifingu yfir hverfið á verkefnum sem verða valin.  Mikilvægt er að leiksvæði dreifist jafn yfir allt hverfið í réttum hlutföllum við dreifingu íbúa og gesta.

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 1. september 2021 um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2021 um tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa íbúasamtaka dags. 8. september 2021:

    Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði sé falið að hefja hönnunarvinnu í samráði við íbúa á svæðinu vegna frágangs á yfirborði gatna- og stíga frá Vesturgötu til Mýrargötu auk þess sem fé verði veitt til framkvæmda sem byggir á afurð slíkrar hönnunarvinnu í kjölfarið. Sé ekki tími til að fara í slíkt samráð áður en Veitur hefja frágang á svæðinu er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hefji hönnunarvinnu þegar í stað og leggi fram framkvæmdaáætlun í kjölfarið.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. Vísað til borgarráðs. 
    Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Vesturbæjar hefur þegar lagt til að sett verið í næstu fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir Vesturbæ að farið verði í endurbætur á gömlum götum samhliða stórframkvæmdum. Þar sem núverandi framkvæmdir Veitna á Vesturgötu og Nýlendugötu eru mjög umfangsmiklar og ætlunin er að halda áfram með framkvæmdir lengra í götunum á næstu árum, þá leggur ráðið til að borgarráð ákveði að setja betrumbætur á frágangi yfirborðs þessara gatna strax á dagskrá og veiti fjármagni í þær á þessu ári. Hér er sérstaklega átt við að setja strax endurmalbikaða götu og gangstéttir í sama plan og setja aðgengi fyrir alla að leikvelli og niður að hafnarsvæðinu. Með þess mun borgin losna við kostnaðarsaman tvíverknað, óþægindi fyrir íbúa og tafir á betrumbótum.  Þetta er mjög mikilvægt varðandi öryggi virkra samgöngumáta og aðgengi alla sem er mjög ábótavant á þessu svæði eins og víðar í gamla Vesturbæ.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar en frestur til að skila umsóknum rennur út 30. september næstkomandi.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  9. Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    a) Glappakast sirkussýning/SirkusAnanas
    b) Hverfishátíð í Skerjafirði 17. júní/Jónas Tryggvi Jóhannsson 

Fundi slitið klukkan 17:02

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1509.pdf