Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 17

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 16. júní var haldinn 17. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12 – Eldstöð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. 

    Frestað. 

  2. Fram fer kynning á starfsemi samfélagshúsa í borgarhlutanum.

    Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Vesturbæjar ódags. vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar. 

    Samþykkt

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um mögulegar endurbætur á yfirborði samhliða framkvæmdum Veitna frá Vesturgötu til Mýrargötu. 

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Svæðið sem nú er búið að grafa upp býður uppá nýja möguleika, byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar við báða endana (Bræðraborgarstígur 1 og Vesturbugt) og því væri tækifæri til að skoða svæðið í heild með tilliti til almenningssvæða, fá alla hagaðila að sama borði (Reykjavíkurborg, aðstandendur framkvæmdaaðila uppbyggingarreita og íbúa hverfisins.) Nú þegar farið er í þessar endurbætur, leggjum við til að framkvæmdir verði undirbúnar með endurhönnun á yfirborði með tilliti til Græna plansins, umferðaröryggis, aðgengis fyrir alla, hjólastíga og sjálfbærra hverfa. Í hverfið vantar til dæmis aðstöðu til úti líkamsræktar og frekari ræktunar. Hönnunar og samráðsferli þyrfti að fara í gang sem fyrst þannig að hönnun liggi fyrir þegar Veitur ganga frá framkvæmdunum. Við leggjum til að ráðinn verði landslagshönnuður og samráðsferla-hönnuður (þjónustuhönnuður?) til þess að vinna þetta með borginni og hagaðilum. Hér er möguleiki á að auðga græn svæði, gera samnýtt rými og bæta tengingar til framtíðar, og einnig að sýna þessu viðkvæma svæði ákveðna virðingu eftir að mikið hefur gengið á. Ólík svið innan Reykjavíkurborgar gætu komið að málinu, mannréttindaskrifstofa, borgarhönnun og deild opinna svæði. Við leggjum til að Reykjavíkurborg setji nú þegar í gang vinnuhóp til að kanna möguleikana og koma með uppástungur.

  5. Lögð fram tillaga að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 16. júní 2021 ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2021 vegna auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Mýrargata 18. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2021 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nýlendugötu 14, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 19. maí 2021. 

    Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að koma ábendingum ráðsins á framfæri við skipulagsyfirvöld fyrir tilskilinn frest þann 30. júní. 

    -    16.11 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum með fjarfundabúnaði. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2021, vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04.

    Samþykkt að ráðið kanni málið nánar. 

    Fulltrúi Pírata og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Á grunni þess að hugmyndin á bak við núverandi deiliskipulag er að fá sem mesta fjölbreytni og reyna að aðlagast eldri byggð eins og segir til um í B-hluta Aðalskipulags Reykjavíkur sem er í gildi þá er skoðun ofannefndra fulltrúa að ekki eigi að heimila, sameiningu lóða né gerða svalaganga. Byggingarmagn er þegar mun meira en í samliggjandi byggð og ljóst að til að samræmast markmiðum borgarverndarstefnu þá megi ekki auka byggingamagn ofanjarðar eins og lagt er til í tillögu að breytingu. Stærð almenningsrýma og birta er mjög mikilvæg og því ætti frekar að auka þau en minnka eins og óhjákvæmilegt er að aðgerðir eins og að lækka lofthæð í sundum og fjölga íbúða myndi gera. Mikilvægt er að halda fjölbreytni í stærð og gerð íbúða og má því ekki fjölgun þeirra vera á kostnað fjölbreytni samanber markmið aðalskipulags. 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. júní 2021, vegna auglýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2040

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Vesturbæjar um framkvæmdir vegna sjóvarnargarða á Eiðsgranda og Ánanaustum, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins frá 20. janúar 2021. 

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  11. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 254.900- vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:02

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1606.pdf