Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 16

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 19. maí var haldinn 16. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavikur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir, Skúli Helgason, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að fullvinna tillögur ráðsins og skila hið fyrsta.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillagna að staðsetningu kjarnastöðva, sbr. 9. lið fundargerðar ráðsins frá 17. mars 2021. Jafnframt lögð fram drög að umsögn ráðsins. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2021 vegna vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nýlendugötu 14.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Jónasi Tryggva Jóhannssyni styrk að upphæð kr. 320.000-, vegna verkefnisins 17. júní fagnaður Skerjafjarðar. 
    Samþykkt að veita Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða styrk að upphæð kr. 400.000-, vegna verkefnisins Fjölmenningarhátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.
    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning. 
    Samþykkt að veita Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Heilsueflandi hádegi í Vesturbæ. 
    Samþykkt að veita Konráði Bragasyni styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Moltugarður á Lynghagaróló. 
    Samþykkt að veita Hlín Magnúsdóttur styrk að upphæð kr. 320.000-, vegna verkefnisins Stóri leikvöllurinn. 
    Samþykkt að veita Samfélagshúsinu Aflagranda 40 styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Sumarviðburðir í Samfélagshúsinu. 
    Samþykkt að veita Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni  styrk að upphæð kr. 191.900-, vegna verkefnisins Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ. 
    Samþykkt að veita Marzena Solak styrk að upphæð kr. 380.000-, vegna verkefnisins Treasures of nature close to you. 
    Samþykkt að veita Ehsan Isaksson styrk að upphæð kr. 400.000-, vegna verkefnisins Lifting up neighbourhood's spirit.

    Öðrum umsóknum hafnað eða frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:07

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1905.pdf