Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 15

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 21. apríl var haldinn 15. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavikur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer samtal við foreldrafélög grunnskóla í Vesturbænum. 

    Anna Lísa Björnsdóttir, Heimir Örn Herbertsson og Kristján Guy Burgess taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    15:25 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    -    15:28 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  2. Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs dags. 10. mars 2021 vegna tillögu um nýtt skólahverfi í Skerjafirði ásamt minnisblaði. Jafnframt lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 21. apríl 2021 um tillögu um nýtt skólahverfi í Skerjafirði.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Anna Lísa Björnsdóttir og Heimir Örn Herbertsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um styrkjapottinn, Borgin okkar 2021 – hverfin. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggsaðgerðir 2021.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Við í íbúaráði Vesturbæjar erum ánægð með tillögur skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar varðandi umferðaöryggisaðgerðir 2021. Við minnum þó á eftirfarandi í þessu samhengi: Öruggari þveranir yfir Hringbraut fyrir gangandi og hjólandi. Umferðaröryggi við Vesturbæjarskóla, hraðahindrun á Sólvallagötu. Umferðaröryggi við Landakotsskóla, lýsing, hraðakstur og gangstétt notuð sem bílastæði. Kortlagning á gönguleiðum skólabarna.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Vesturbæjar að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar. 

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hringbraut 116/Sólvallagata 77 – Steindórsreitur.

    Samþykkt að fela formanni að óska eftir nánari upplýsingum um málið. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Bræðraborgarstígs 1. 

    Fulltrú Pírata, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Undirrituð leggja áherslu á að ferlið varðandi mál húsa sem eru hættuleg sé bætt þannig að ástandið verði lagað á fljótan og skilvirkan hátt. Það er óhæft að íbúar hafi þurft að búa við þessa hættu, ólykt og óhreinindi án þess að úr því sé bætt, nú í 10 mánuði.

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Grandaskóla styrk að upphæð kr. 920.000,- vegna verkefnisins Fróðir Foreldrar.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:07

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2104.pdf