Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2021, miðvikudagur, 21. apríl var haldinn 15. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavikur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.03. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer samtal við foreldrafélög grunnskóla í Vesturbænum.
Anna Lísa Björnsdóttir, Heimir Örn Herbertsson og Kristján Guy Burgess taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 15:25 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- 15:28 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. -
Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs dags. 10. mars 2021 vegna tillögu um nýtt skólahverfi í Skerjafirði ásamt minnisblaði. Jafnframt lögð fram umsögn íbúaráðs Vesturbæjar dags. 21. apríl 2021 um tillögu um nýtt skólahverfi í Skerjafirði.
Samþykkt.
Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins.Anna Lísa Björnsdóttir og Heimir Örn Herbertsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um styrkjapottinn, Borgin okkar 2021 – hverfin.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggsaðgerðir 2021.
Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:
Við í íbúaráði Vesturbæjar erum ánægð með tillögur skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar varðandi umferðaöryggisaðgerðir 2021. Við minnum þó á eftirfarandi í þessu samhengi: Öruggari þveranir yfir Hringbraut fyrir gangandi og hjólandi. Umferðaröryggi við Vesturbæjarskóla, hraðahindrun á Sólvallagötu. Umferðaröryggi við Landakotsskóla, lýsing, hraðakstur og gangstétt notuð sem bílastæði. Kortlagning á gönguleiðum skólabarna.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Vesturbæjar að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hringbraut 116/Sólvallagata 77 – Steindórsreitur.
Samþykkt að fela formanni að óska eftir nánari upplýsingum um málið.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Bræðraborgarstígs 1.
Fulltrú Pírata, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggur fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð leggja áherslu á að ferlið varðandi mál húsa sem eru hættuleg sé bætt þannig að ástandið verði lagað á fljótan og skilvirkan hátt. Það er óhæft að íbúar hafi þurft að búa við þessa hættu, ólykt og óhreinindi án þess að úr því sé bætt, nú í 10 mánuði.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Grandaskóla styrk að upphæð kr. 920.000,- vegna verkefnisins Fróðir Foreldrar.
Öðrum umsóknum hafnað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:07
Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2104.pdf