Íbúaráð Vesturbæjar
Ár 2021, miðvikudagur, 17. febrúar var haldinn 12. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.00. Viðstaddur var Birgir Þröstur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Skúli Helgason, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Hörður Heiðar Guðbjörnsson og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. febrúar 2021 um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á lögum, ferlum og samráði við íbúa vegna skipulagsmála og framkvæmda í Reykjavík.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Björgvin Rafn Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skóla- og frístundasviðs dags. 19. janúar 2021 – ósk um umsögn um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Formanni falið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 9. febrúar 2021 – ósk um umsögn um drög að nýjum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík.
Formanni falið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður.
a) Ehsan Isaksson/Food, dance and games
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður.
a) Foreldrafélag Melaskóla/Þrettándahátíð á Ægissíðu
Fundi slitið klukkan 16:45
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_1702.pdf