Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 11

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2021, miðvikudagur, 20. janúar var haldinn 11. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði, hófst kl. 15.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Birgir Þröstur Jóhannsson, Skúli Helgason, Hildur Björnsdóttir, Ásta Olga Magnúsdóttir, Björn Karlsson og Salvör Ísberg. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð, Hörður Heiðar Guðbjörnsson og Sigþrúður Erla Arnardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf dags. 20. janúar 2021 vegna slembivals á nýjum aðalmanni í íbúaráð Vesturbæjar. Salvör Ísberg tekur sæti aðalmanns slembivalinna í íbúaráði Vesturbæjar í stað Hörpu Lindar Ólafsdóttur.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar foreldrafélaga í hverfinu um fulltrúa í íbúaráði Vesturbæ. Björn Karlsson situr áfram sem aðalmaður fulltrúa foreldrafélaga og Steinunn María Stefánsdóttir tekur sæti varamanns í stað Margrétar Geirsdóttur. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á íþrótta og tómstundamálum í Vesturbæ. 

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  4. Fram fer umræða um sjóvarnargarða í Vesturbæ.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um uppbyggingu við Vesturbugt.

  6. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 20. nóvember 2020 vegna Mýrargötu 21-23.

  7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 19. janúar 2020 – ósk um umsögn um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  9. Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið var að ákvarðanatöku um að fara í framkvæmdir og hönnun sjóvarnargarða á Eiðsgranda og Ánanaustum, þ.m.t. landfyllingu. Einnig hvort skoðað var hvort framkvæmdirnar gætu tengst öðrum framkvæmdum á svæðinu s.s. gönguleiðum, aðgengi að sjó og mögulega öðru sem á við þegar útivistarsvæði íbúa um ræðir.

  10. Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Umhverfis- og skipulagssvið er  beðið um að kynna íbúaráðinu stöðu mála á fyrirhuguðum framkvæmdum á Vesturbugt. Beðið er um að teikningar verði kynntar fyrir ráðinu áður en byggingarleyfi verður samþykkt.

Fundi slitið klukkan 16:11

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_vesturbaejar_2001.pdf