Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr.1

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2019, þriðjudaginn 26. nóvember, var haldinn 1. fundur Íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Vitatorgi og hófst klukkan 17:03. Viðstödd voru Margrét Norðdahl, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson , Kristín Vala Erlendsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 16. lið fundargerðar borgarstjórnar, að  Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega og Örn Þórðarson taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða og að Sigfús Ómar Höskuldsson, Katrín Sigríður Júlíu- Steingrímsdóttir og Rúnar Sigurjónsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Margrét Norðdahl verði formaður ráðsins.

    -    Kl: 17.08 Sigfús Ómar Höskuldsson tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 25. október og foreldrafélaga dags. 1. október 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Benóný Ægisson aðalmaður og varamaður Ragnhildur Zoega. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Kristín Vala Erlendsdóttir og varamaður Margrét Rannveig Halldórsdóttir.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða  kosning varaformanns.

    Frestað.

  4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl  2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.

    Frestað

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu  dags. 25. ágúst, um að á fundi  mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins,  var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um ónæði og veisluhöld tengd útleigu á Kjarvalsstöðum.

  9. Fram fer umræða um öryggi vegfarenda á Háteigsvegi.

  10. Fram fer umræða um fíkniefnaneyslu í nágrenni Barónsborgar.

  11. Fram fer umræða um breytingar á leiðakerfi Strætó bs.

  12. Fram fer umræða um málefni Miðborgar og Hlíða.

  13. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Frestað.

  14. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða:

    Óskað er eftir því að forsvarsfólk Kjarvalsstaða upplýsi íbúaráð Miðborgar og Hlíða um þær meginreglur sem safnið vinnur eftir þegar kemur að útitónleikum og útleigu að kvöldi til.

    Vísað til Listasafns Íslands.

  15. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur fengið erindi frá íbúa sem á barn á Barónsborg. Íbúinn er afar hlynntur starfsemi frú Ragnheiðar og það er íbúaráðið líka, Frú Ragnheiður er þarft verkefni í skaðaminnkun. Íbúaráðið óskar eftir því að rýnt verði hvort að bíllinn geti stoppað á stað í meiri fjarlægð frá leikskólanum og grunnskólanum til þess að minnka líkur á að neysla fari fram á leikskólalóðinni og neyslubúnaður skilinn þar eftir sem er afar hvimleitt og hættulegt fyrir börn á leikskólanum og börn sem leika þar utan opnunartíma. 

    Vísað til Rauða krossins.

  16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða: 

    Íbúaráð óskar eftir upplýsingum frá velferðasviði um aðgerðir varðandi hættu af fíkniefnaáhöldum sem skilin eru eftir á almannafæri.

    Vísað til velferðarsviðs.

  17. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða: 

    Íbúaráð óskar eftir upplýsingum um aðgerðir sem átti að fara í vegna fíkniefnaneyslu á róló aftan við Austurbæ við Njálsgötu. Vísað er til fundargerða hverfisráðs Hlíða dags. 25. janúar 2018, 8. lið og fundargerðar dags 21. september 2017, 8. lið.

    Vísað til velferðarsviðs.

Fundi slitið klukkan 19:28

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_26.11.2019.pdf