Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2020, þriðjudaginn 24. nóvember, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson og Kristín Vala Erlendsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á málefnum Klambratúns.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða býður deild náttúru og garða uppá samtal og samstarf. Íbúaráðið er m.a. vettvangur til að kynna áform og framkvæmdir í hverfinu og koma á samtali við íbúa hverfanna, því óskar Íbúaráðið þess að vera upplýst um framkvæmdir í hverfunum og mun nýta vettvang sinn til þess að kynna þær upplýsingar fyrir íbúum. Íbúaráðið hefur fengið erindi frá íbúum í Hlíðum varðandi göngustíg inn á Klambratúnið við Rauðarárstíg sem var fjarlægður í haust. Það er mjög brýnt að það sé aðgengilegur og greiðfær göngustígur inn á túnið á vesturhlið þess nálægt miðju túnsins. Það er of langt í næsta greiðfæra, aðgengilega göngustíg inn á túnið komi fólk gangandi eða rúllandi sunnan megin frá Norðurmýrinni. Sá stígur sem fyrirhugaður er nálægt horni Flókagötu við Rauðarárstíg mætir ekki þessum þörfum og mikilvægt er að það komi tenging inn á túnið svo skjótt sem auðið er. Jafnframt er mikilvægt að huga að uppsetningu salernisaðstöðu á túninu.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlengingu skipulagstímabils til ársins 2040.
Formanni falið að vinna að umsögn í samráði við ráðsmenn og skila athugasemdum ráðsins fyrir tilskilinn frest.Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. nóvember vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Laugavegur sem göngugata og tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík fyrir Reitur 1.172.0 Brynjureitur, Reitur 1.172.1 Frakkastígsreitur og Reitur 1.172.2.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa dags. 6. nóvember um gatnamót Lönguhlíðar og Flókagötu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. Umsókn Foreldrafélags Hlíðaskóla um breytta notkun á styrkfé er samþykkt, foreldrafélagið hyggst nýta áður veittan styrk 450.000 sem átti að nýtast til að halda hausthátíð, til að standa fyrir fræðslu fyrir nemendur, foreldra og kennara
Samþykkt að veita Svavari Knúti Kristinssyni styrk að upphæð kr. 180.000 vegna verkefnisins Jólaþorp í Hlíðunum.- 18:52 – Benóný Ægisson víkur af fundi.
Öðrum umsóknum hafnað.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. Umsókn Foreldrafélags Hlíðaskóla um breytta notkun á styrkfé er samþykkt, foreldrafélagið hyggst nýta áður veittan styrk 450.000 sem átti að nýtast til að halda hausthátíð, til að standa fyrir fræðslu fyrir nemendur, foreldra og kennara
Samþykkt að veita Svavari Knúti Kristinssyni styrk að upphæð kr. 180.000 vegna verkefnisins Jólaþorp í Hlíðunum.
18:52 – Benóný Ægisson víkur af fundi.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 19:05
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2411.pdf