Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 8

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2020, þriðjudaginn 27. október, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var opinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.06. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Benóný Ægisson og Kristín Vala Erlendsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 – auglýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sérstök búsetuúrræði og heimildir innan landnotkunarsvæða.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 – auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 – drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
  Samþykkt að óska eftir framlengingu á fresti til að skila inn athugasemdum fram yfir næsta formlega fund þann 24. nóvember.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um samstarf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða við ungmennaráð í 101 og 105. 
  Formanni falið að óska eftir fundi með ungmennaráðum um leið og aðstæður leyfa.

 5. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga íbúaráðs Miðborgar og Hlíða: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir erindi Íbúasamtaka Miðborgar til borgarfulltrúa og óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið leiti leiða til að gera reglur Bílastæðasjóðs varðandi útgáfu íbúakorta í miðborg Reykjavíkur bæði nútímalegri og sveigjanlegri til að mæta breyttum aðstæðum á tímum bíllauss lífstíls og deilibíla. Það er sanngirnismál að íbúar í miðborginni óháð því hvort þeir séu skráðir eigendur bifreiða geti átt þess kost að eignast íbúakort. Staðan virðist vera sú að umráðamenn t.d. deilibíla og bíla í rekstrarleigu hafi ekki kost á því að fá íbúakort. Þá telur íbúaráð Miðborgar og Hlíða viðeigandi að haft verði samráð við Íbúasamtök Miðborgar og íbúaráð Miðborgar við útfærslu á nútímalegri og sveigjanlegri reglum varðandi útgáfu íbúakorta í miðborg Reykjavíkur.

  Samþykkt.

  -    Kl. 17.27 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

  Fylgigögn

 6. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga íbúaráðs Miðborgar og Hlíða:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið útfæri átak í samráði við hjólaleigur til þess að fá hjólaleigjendur til þess að ganga vel frá hjólunum annars staðar en í vegi fyrir öðrum vegfarendum. Deilihjól/hlaupahjól eru stundum skilin eftir á miðjum gangstéttum og stígum í miðborg og í Hlíðum. Það skapar óþægindi og jafnvel hættu fyrir aðra vegfarendur t.d. fólk með barnavagn, fólk með skerta sjón eða fólk í hjólastól. Nauðsynlegt er fyrir borgaryfirvöld að bregðast við þessari þróun, öllum vegfarendum til hagsbóta.

  Samþykkt.

   Fylgigögn

  • Lagt fram bréf aðgengis- og samráðsnefndar dags. 20. október 2020 um aðgengismál í Nauthólsvík.

   Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

   Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir aðkomu aðgengis- og samráðsnefndar og óskar eftir því að verða upplýst um framgang málsins.

   Fylgigögn

  • Fram fer umræða um málefni Klambratúns.

   Fylgigögn

  • Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 30. september 2020 um skertar sjónlínur við gatnamót í Hlíðunum. 
   Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

   Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

   Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur undir áhyggjur sem íbúi setur fram í erindinu og telur mikilvægt að hverfi 105 og 101 sé undir þegar málið er rýnt. Óskað er eftir því að fastar verði tekið á stöðubrotum í miðborg og Hlíðum, þ.e. þegar bílum er lagt upp á gangstétt, við gangbraut, við vegamót, í stæði hreyfihamlaðra o.s.frv.

   Fylgigögn

  • Lögð fram umsögn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga og fulltrúa slembivaldra dags. 12. október 2020, um tillögu að umferðarskipulagi Kvosarinnar.

   Fylgigögn

  • Lögð fram umsögn fulltrúa Samfylkingar og fulltrúa Viðreisnar dags. 12. október 2020, um tillögu að umferðarskipulagi Kvosarinnar.

   Fylgigögn

  • Lögð fram umsögn fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa íbúasamtaka og fulltrúa slembivalinna dags. 14. október um tillögu að hámarmarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann.

   Fylgigögn

  • Lögð fram umsögn fulltrúa fulltrúa  Sjálfstæðisflokks og fulltrúa foreldrafélaga dags. 14. október 2020, um tillögu að hámarmarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann.

   Fylgigögn

  • Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  • Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð.
   Samþykkt að veita Guðrúnu Zophaníasdóttur styrk að upphæð kr. 150.000 fyrir efniskostnaði og launakostnaði fyrir þrjú skipti vegna verkefnisins Myndlist.

   Fylgigögn

  • Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   Óskað er upplýsinga um hvort mögulegt sé að nýta afgangsjarðveg úr yfirstandandi framkvæmdum til að gera hljóðmön við Bústaðaveg til móts við Háuhlíð og Hörgshlíð.

  Fundi slitið klukkan 19:11

  PDF útgáfa fundargerðar
  ibuarad_midborgar_og_hlida_2710.pdf