Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 7

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2020, þriðjudaginn 22. september, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17.00. Fundinn sat Margrét Norðdahl, Benóný Ægisson og Jón H. Magnússon.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson og Kristín Vala Erlendsdóttir. 
Fundarritari var Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. september 2020, um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi – notkun fjarfundabúnaðar.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020, um breytingar reglum um úthlutun í hverfissjóð.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og samstarfi við íbúaráð Miðborgar og Hlíða.

  Sigþrúður Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. september 2020, með beiðni um umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar.

  Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að gera umsögn fyrir 14. október n.k., sem verður lögð fram til staðfestingar á næsta fundi íbúaráðsins.

  Fylgigögn

 5. Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. september 2020,  með umsagnarbeiðni til íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í tengslum við tillögu að umferðarskipulagi í Kvosinni.

  Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að gera umsögn fyrir 5. október n.k., sem verður lögð fram til staðfestingar á næsta fundi íbúaráðsins.

 6. Lögð er fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 1. júlí 2020, um fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar 2020. 

  Lögð fram svohljóðandi bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða: 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að á næsta ári, 2021, verði útbúin sértæk kynning á framkvæmdum og viðhaldi fyrir hvert hverfi fyrir sig og þá séu tvær kynningar fyrir okkar hverfi Miðborg annars vegar og Hlíðar hins vegar. Gott væri að hefja slíka vinnu strax í janúar 2021 og íbúaráðin fái aðkomu að því í byrjun árs 2021.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. ágúst 2020, við erindi íbúa, um umferðarmál í Hlíðunum, sbr. 4. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. maí 2020.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 25. júní 2020, við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, sbr. 14. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. maí 2020. 

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því að mótað verði formlegt samráð milli eftirlitsaðila og leyfisveitenda  og að allt verklag leyfisveitinga og eftirlits verði gert skýrara en nú er. Stöðugur hávaði um nætur sem nágrannar ýmissa kráa og skemmtistaða þurfa að búa við er heilsuspillandi og því um mikilvægt lýðheilsumál að ræða. Vísbendingar eru um að íbúum hafi fækkað í húsnæði sem er nálægt næturlífinu og nauðsynlegt er að þessi mál verði tekinn fastari tökum ef íbúabyggð í miðbænum á að þrífast.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, um upplýsingagjöf tengda vorhreinsun, sbr. 18. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. maí 2020. R20050295.

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um aðgengismál Austurbæjarskóla.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Austurbæjarskóli er frábær skóli í hjarta miðbæjarins og eini grunnskólinn í hverfinu sem rekinn er af borginni. Öll börn í hverfinu eiga rétt á að ganga í hverfisskólann sinn og því ekki seinna vænna á 90 ára afmæli skólans að gera hann aðgengilegan öllum börnum. Slík aðgerð er í samræmi við byggingareglugerð og kröfu um algilda hönnun opinberra bygginga og skólastofnana í grein 6.1.3 í byggingarreglugerð og í samræmi við 9. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um  málefni fatlaðs fólks. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur til að það verði sett í forgang að skólabygging og skólalóð Austurbæjarskóla verði gerð aðgengileg öllum börnum óháð hreyfigetu. Að auki fyrir utan mikilvægi þess að börn komist óhindrað í og um skólann sinn þá þurfa kennarar, annað starfsfólk og aðstandendur skólabarna að geta það líka óháð hreyfigetu. Mikilvægt er að allar breytingar séu unnar með virðingu fyrir arkitektúr og útliti skólans.

 11. Fram fer umræða um aðgengismál í Nauthólsvík.

  Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

  Nauthólsvík er útivistarperla í hverfi 105, svæðið er mikið sótt og fólk nýtir sér það í auknum mæli allan ársins hring enda sjósund í miklum vexti meðal Reykvíkinga.  Sérstaklega á sumrin er aðstaðan og svæðið vinsælt hjá leikskóla og skólahópum, sumarfrístund og svæðið er iðulega fullt af börnum alla virka daga í skipulögðu starfi ýmis konar. Mikilvægt er að bæta aðgengi í Nauthólsvík og það þarf að gera það í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sem dæmi um hluti sem þarf að laga á svæðinu má nefna aðgengi ofan í heitan pott, aðgengi um sandinn og að og ofan í lónið og aðgengi niður rampinn og út í sjó austan megin við bryggjuna við lónið. Íbúar í Reykjavík á öllum aldri þurfa öll að geta notið þessarar útivistarperlu sem Nauthólsvíkin er óháð hreyfigetu. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur til að farið verði í aðgerðir um að bæta aðgengi að svæðinu og að skapandi lausnir séu unnar í nánu samráði borgarinnar við hagsmunasamtök fatlaðs fólks.

 12. Lagt fram erindi íbúaráðs Miðborg og Hlíða, dags. 22. september 2020, um vaxandi 
  umferð við grunnskóla í hverfum 101 og 105. 

  Samþykkt að vísa til skipulags- og samgönguráðs.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram erindi íbúaráðs Miðborg og Hlíða, dags. 23. september 2020, um leiðbeiningar til almennings um hvernig beri að snúa sér þegar fólk finnur áhöld til fíkniefnanotkunar á víðavangi. 

  Samþykkt að vísa til meðferðar velferðarsviðs.

  Fylgigögn

 14. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita verkefninu VetrarYoga að upphæð kr.150.000,-.
  Samþykkt að veita verkefninu Qi gong að upphæð kr.150.000,-.

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2209.pdf