No translated content text
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2020, þriðjudaginn 23. júní, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Pollinum og hófst kl. 17.02. Fundinn sat Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson, Kristín Vala Erlendsdóttir og Jón H. Magnússon. Fundinn sat Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson. Einn gestur sat fundinn.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir góða kynningu. Íbúaráðið óskar eftir því við USK að vera upplýst um fyrirætlanir á þeim lóðum sem ekki verða lengur nýttar sem leikskólalóðir eftir sameiningu leikskólana og undirstrikar mikilvægi þess að haldið verði í leiksvæði sem eru þar núna.
Kristín Einarsdóttir, Ásdís Olga Sigurðardóttir og Anna María Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. maí 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um götulýsingu, sbr. 17. lið fundargerðar ráðsins 28. janúar 2020.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir svarið og óskar eftir að vera upplýst um þær aðgerðir sem farið verður í til að bæta lýsingu í hverfunum.
-
Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa varðandi Ingólfsstræti 1 dags. 6. mars 2020.
Fylgigögn
-
Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs varðandi Veðurstofuhæð, Bústaðavegur dags. 6. maí 2020.
Fylgigögn
-
Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs varðandi Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð dags. 6. maí 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní varðandi drög að tillögu á breytingu á aðalskipulagi þar sem m.a. er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni húsagarðs sem liggur að Rauðarárstíg, Bríetartúni og Laugavegi.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að farið verði í aðgerðir í garðinum til að bæta þar umgengni gesta, sporna við óæskilegri hegðun og auka notagildi og nýtingu íbúa í húsaröðunum í kring um inngarðinn. Íbúaráðið óskar eftir að fram fari samráðsfundur um aðgerðir með íbúaráðinu og íbúum við garðinn.
-
Fram fer umræða um Hlemmsvæðið.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir því við ofbeldisvarnarnefnd að nefndin fundi með rekstraraðilum á Hlemmsvæðinu og íbúaráði Miðborgar og Hlíða.
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Formanni í nánu samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og skila ábendingum til starfsmanns íbúaráða fyrir lok mánaðarins.
Samþykkt.Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið tekur undir erindi frá formönnum íbúaráða í Reykjavík sem sent var formanni umhverfis- og skipulagsráðs, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofustjóra eignaskrifstofu, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds og stýrihóp um innleiðingu íbúaráða. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að á næsta ári verði útbúin sértæk kynning á framkvæmdum og viðhaldi fyrir hvert hverfi fyrir sig. Gott væri að hefja slíka vinnu strax í janúar 2021 og íbúaráðin fái aðkomu að því í byrjun árs. Íbúaráðið óskar eftir því að það verði kannað hver sé besta leiðin fyrir íbúa til að koma sínum skoðunum á framfæri varðandi forgangsröðun í hverfinu. Er hægt að safna miðlægt saman því sem íbúar senda inn í þessar gáttir og sjá þar áherslurnar?
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr.100.000,- vegna verkefnisins Hoppandi fjör við Sundlaugar, með því skilyrði að viðburðurinn fari fram í Sundhöllinni.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum miðborgar Reykjavikur styrk að upphæð kr. 450.000,- vegna verkefnisins Haustblót.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hlíðaskóla styrk að upphæð kr. 450.000,- vegna verkefnisins Hausthátíð Hlíðaskóla og nágrennis.Öðrum umsóknum hafnað.
- 19.00 Benóný Ægisson víkur af fundi.
- 19.10 Benóný Ægisson tekur sæti á fundi.Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður
Samþykkt að veita verkefninu Eld dance með tónlist styrk að upphæð kr.40.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Ævintýri Myrtle styrk að upphæð kr.150.000,- með því skilyrði að viðburður verði haldinn í miðborg.
Samþykkt að veita verkefninu parkour völlur í miðbænum styrk að upphæð kr.400.000,-.Samþykkt að veita verkefninu Traces of Spaces styrk að upphæð kr.250.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Fornbókamarkaður styrk að upphæð kr.50.000,- fyrir viðburðartengdum útgjöldum.
Samþykkt að veita verkefninu Tónlistarganga um 105 styrk að upphæð kr. 130.000 ,-. bent er
Samþykkt að veita verkefninu My neighbourhood, my life as a foreigner styrk að
upphæð kr.200.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Menning og minjar á Rauðarárholti styrk að upphæð kr.170.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Yoga Friends styrk að upphæð kr. 130.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Fjölmenning í Reykjavík, Ljósmyndasýning og viðburðir styrk að upphæð kr.250.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Sköllótta söngkonan á kaffihúsi styrk að upphæð kr.250.000,- fyrir viðburði sem fara fram í hverfinu.
Samþykkt að veita verkefninu DJ sett undir berum himni styrk að upphæð kr.350.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Rúlla af stað styrk að upphæð kr.250.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Samfélagsmiðstöð styrk að upphæð kr.300.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Sumaryoga í Miðborg og Hlíðum styrk að upphæð kr.130.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Mural styrk að upphæð kr.100.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Miðborgarskák styrk að upphæð kr.150.000,- fyrir skákklukkum og skákborðum.
Samþykkt að veita verkefninu Jóga fyrir börn styrk að upphæð kr.300.000,-.
Samþykkt að veita verkefninu Friðartjaldið móðurleg styrk að upphæð kr. 200.000 ,-.
Samþykkt að veita verkefninu Sumarhópur samfélagshúsa styrk að upphæð kr. 300.000,-.
Öðrum umsóknum hafnað.- 19.44 Diljá Ámundadóttir víkur af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 19:47
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2306.pdf