Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 5

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2020, þriðjudaginn 25. maí, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12, Eldstöð og hófst kl. 17.02. Fundinn sat Margrét Norðdahl og Jón H. Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Diljá Ámundadóttir Zoega, Örn Þórðarson, Benóný Ægisson og  Kristín Vala Erlendsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigþrúður Erla Arnardóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 varðandi tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um algilda hönnun í deiliskipulagi. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð miðborgar og hlíða þakkar fyrir greinargott svar. Það hefur margt batnað þegar kemur að aðgengismálum undanfarin ár og meðvitund aukist um algilda hönnun mannvirkja og umhverfis og Hlemmsvæðið er einmitt gott dæmi um framkvæmd þar sem hugað er að aðgengi fyrir öll. Ástæða fyrir þessari tillögu er sú að því miður eru nýleg dæmi um mannvirki og hönnun í hverfunum okkar þar sem ekki var hugað að aðgengi. Nærtækasta dæmið eru stallar við Kjarvalsstaði þar sem ekki er gert ráð fyrir því að notendur hjólastóla komist úr porti Kjarvalsstaða og inná stallana eða torgið fyrir neðan. Við teljum að það myndi hjálpa að hafa sér lið í skipulagstillögum þar sem dregið er fram akkurat það sem þið teljið upp í svarinu að eigi að vera. Það er ekkert að því að vera bæði með belti og axlabönd þegar kemur að því að tryggja aðgengi fyrir öll og gera fólki auðveldara að fylgja því eftir með að draga það fram með þessum hætti.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúa í Hlíðunum dags. 17. apríl 2020 um umferðarmál í Hlíðunum. 
    Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. maí 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggi í hverfinu sbr. 15. lið fundargerðar ráðsins þann 26. nóvember 2019.

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða þakkar fyrir svarið og óskar eftir að fá upplýsingar þegar áætlanir koma til framkvæmdar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um nýjan leikskóla á Njálsgöturóló. 
    Ráðið samþykkir að óska eftir kynningu á stöðu málsins. 

  7. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags.18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í hverfinu. 

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. 
    Ákveðið að ráðið taki sumarfrí í júlí.

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7 apríl 2020 um skipulagslýsingu vegna skipulagsgerðar og umhverfismats Kringlusvæðisins. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram sameiginlega umsögn.

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um íbúafund um uppbyggingu og græn svæði í hverfunum.
    Formanni í samráði við ráðið falið að hefja undurbúning á íbúafundi og kanna áhuga á sameiginlegum fundi íbúaráða og íbúasamtaka Miðborgar, Hlíða og Vesturbæ um uppbyggingu og græn svæði í hverfinu.

  13. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. maí 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um hávaða í miðborginni sbr. 19. lið fundargerðar ráðsins 28. janúar 2020.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 26. maí 2020 um svar Heilbrigðiseftirlits Reykjarvíkur við fyrirspurn ráðsins um hávaða í miðborginni.
    Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og heilbrigðisráðs.

    Fylgigögn

  15. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  16. Lagt fram yfirlit mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. febrúar 2020 yfir umsóknir í hverfissjóð í Miðborg og Hlíðum 2019. Þessi liður fundarins er lokaður.

  17. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita verkefninu Að vekja leir (brennsluofn) til lífs styrk að upphæð kr. 100.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Stjórnun söngstundar í félagsmiðstöðinni Vitatorgi við Lindargötu styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna söngstunda á haustmánuðum.  
    Samþykkt að veita Tveir heimar slf. styrk að upphæð kr. 350.000,- vegna verkefnisins Qigong fyrir alla á Klambratúni. 
    Afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Hlíðaskóla vegna vorhátíðar frestað.
    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  18. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er svara hvort auka megi upplýsingagjöf um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í formi smáskilaboða til íbúa með hliðsjón af persónuverndarsjónarmiðum. 

    Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið klukkan 19:38

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_midborgar_og_hlida_2505.pdf