Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2024, mánudaginn, 16. desember, var haldinn 56. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Atli Viðar Thorstensen, Hanna Björk Valsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson, og Sigrún Tryggvadóttir. Einnig sat fundinn Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á málefnum Klambratúns og aðgangi barna að útvistarsvæðum í borgarhlutanum. MSS24110144
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Gott er að sjá metnað í framtíðarskipulagi á Klambratúni, mikilvægt er að uppfæra áætlanir í takt við breytingu sem hefur orðið á hverfinu á síðastliðnum árum, vera í samráði við íbúa og líta til þess markmiðs hjá Reykjavíkurborg að vera gönguvæn borg. Mikilvægt er einnig að gera garðinn aðgengilegan og aðlaðandi fyrir eldri reykvíkinga og að lýsing garðsins sé góð til að tryggja öryggi borgarbúa. Horfa verður til þess að allir eiga að geta nýtt grænu svæðin í sínu hverfi, ungir sem aldnir, menn og dýr.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið
- Kl. 16:40 tekur Sandra Hlíf Ocares sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðkomu Reykjavíkurborgar að starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar. MSS24040046
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., um hraðamælingar á Barónsstíg ásamt niðurstöðum hraðamælinga. MSS23020133
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða lýsir yfir þungum áhyggjum af háu brotahlutfalli við hraðamælingar á Barónsstíg. Mælst er til þess að farið verði fram á við lögreglu að hún mæli hraða við götuna og beiti sektum, þar sem hönnun götunnar virðist ekki stuðla að löglegum hraða. Ráðið leggur áherslu á að farið verði í tafarlausar umferðaröryggisbætandi aðgerðir í nágrenni við skóla og ráðist í aðgerðir til að tryggja öryggi á gönguþverunum. Ráðið óskar eftir kynningu á þeim úrbótum og aðgerðum sem á að ráðast í sem fyrst á nýju ári.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fagskrifstofu leikskólamála, dags. 20. september 2024, við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um Ævintýraborg við Vörðuskóla, sbr. 25. liður fundargerðar ráðsins frá 16. september 2024. MSS24090082.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fulltrúi íbúasamtaka Þriðja hverfis, Samfylkingar, Viðreisnar, íbúasamtaka Miðborgar og foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er aðkoma Reykjavíkurborgar og heilbrigðisnefndar/eftirlits að útgáfu starfsleyfis Reykjavíkurflugvallar? Hvernig verður mælingum á hljóð og loftmengun háttað í aðdraganda endurnýjaðs starfsleyfis? Mun óþörf umferð um flugvöllinn verða könnuð, svo sem skemmtiflug, þyrluflug og einkaflug, þar með talið snertilendingar, annað en áætlunarflug, kennsluflug og sjúkraflug, og afstaða tekin hvort slíkri flugumferð verði vísað frá flugvellinum? Munu íbúar geta haft bein áhrif með umsögnum, kvörtunum vegna ónæðis af flugvellinum í aðdraganda útgáfu fyrirhugaðs nýs starfsleyfis? MSS24120089
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð þakkar svarið en ítrekar spurningu sína er snýr að tímamörkum Miðborgarleikskóla á lóð Njálsgöturóló, þ.e hvort að áætlanir standist að því leiti að raunhæft sé að skólinn taki til starfa árið 2027 og tímabundnar byggingar fjarlægðar af Vörðuskólalóð samtímis. MSS24120088
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið kl. 18.40
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sandra Hlíf Ocares Sigfús Ómar Höskuldsson
Sigrún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir
Atli Thorstensen
PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða 16.12.2024