Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 48

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, fimmtudaginn, 21. mars, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Birna Eggertsdóttir, Geir Finnsson, Kolbrún Jarlsdóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares og Sigfús Ómar Höskuldsson. Einnig sátu fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 21. mars 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingu á hámarkshraða, ásamt fylgiskjölum. USK23010018

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um viðhald á Sundhöll Reykjavíkur. MSS24030085

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða áréttar mikilvægi þess að upplýsingagjöf vegna framkvæmda við Sundhöllina sé skýr, rétt og aðgengileg almenningi, t.d. á heimasíðu Sundhallarinnar. Einnig óskar ráðið eftir að fá kynningu á framkvæmda- og viðhaldsáætlunum laugarinnar. 

  3. Fram fer umræða um gatnaþrif í miðborginni. MSS22120133

    -    Kl. 17.08 tekur Hanna Björk Valsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

  4. Fram fer umræða um viðhald grunnskóla- og leikskóla í borgarhlutanum og rakavandamál í Hlíðaskóla. MSS24030086

    Fulltrúi foreldrafélaga í Hlíðum, Þórey Björk Sigurðardóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

    Foreldrar og forráðamenn barna í Hlíðaskóla lýsa yfir áhyggjum vegna ástands skólans og kalla eftir því að farið verði sem fyrst í alvöru endurbætur. Skýrslur vegna ástands húsnæðis leikskóla, grunnskóla og frístundar voru kynntar í borgarráði árið 2020 með tillögum til næstu 5-7 ára. Í skýrslu Hlíðaskóla kom fram að raki mældist á mörgum stöðum, loftræsting sumstaðar óvirk og loftgæði slæm. Rakaskemmdir voru lagfærðar en raki finnst á fleiri stöðum og nú hefur fjórum rýmum verið lokað. Rakaskemmdir eru í útveggjum, gólfdúk ásamt myglugróum. Loftræsting er enn í ólagi og loftgæði ekkert batnað síðan 2020. Fjöldi nemenda hefur aukist talsvert og þeir finna fyrir óþægindum.

    Þá er hljóðvist víða ábótavant sem eykur á óþægindum nemenda.  Árið 2022 var skipaður stýrihópur um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla og frístundastarf og þörf á endurbótum metin. Þær niðurstöður voru kynntar í borgarráði í apríl 2022. Í skýrslunni var 22 skólum raðað upp í lista þar sem viðhaldsþörf var metin. Margir þættir lágu þar að baki og allir metnir út frá frummati til að gæta samræmis. Síðan listinn var birtur hefur margt breyst, sum verkefni að klárast og önnur hugsanlega bæst við. Það væri því tilvalið að birta listann eins og hann stendur í dag. 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða tekur heilshugar undir bókun fulltrúa foreldrafélaga í Hlíðum. 

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um tillögu að nýju deiliskipulagi Laufásvegar 19 og 21-23 og Þingholtsstrætis 34. USK23100130

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2024 með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2024 um Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Endastöð strætó – Skúlagata. USK23090029

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  9. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir stöðu á lista yfir forgangsröðun verkefna þar sem stefnt er að viðbyggingum og endurbótum á húsnæði sem hýsir skóla- og frístundastarfi og hvar Hlíðaskóli er í þeirri forgangsröðun

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18.05

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Birna Egggertsdóttir

Sigfús Ómar Halldórsson Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 21. mars 2024