Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 47

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, fimmtudaginn, 22. febrúar, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir Sigrún Tryggvadóttir og Þórey Björk Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sigfús Ómar Höskuldsson. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um framtíðarskipan skóla- og frístundamála í Miðborg og Hlíðum. Til umræðu. SFS22020011

  Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl. 16.32 tekur Geir Finnsson sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, vegna verkhönnunar verkefna í Hverfið mitt í Miðborg og Hlíðum. MSS22020075

  Heiða Hrunda Jack og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða umræða um sektir vegna bílastæða á lóðum íbúa í miðborg. USK24020064

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170

  Fylgigögn

 5. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. janúar 2024 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi Laufásvegar 19 og 21-23 og Þingholtsstrætis 34, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 25. janúar 2024. USK23100130
  Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest. 

  Fulltrúi íbúasamtaka leggur, Sigrún Tryggvadóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

  ÍMR fagnar því ef breyta á fyrrverandi skrifstofuhúsnæði bandaríska sendiráðsins í íbúðarhúsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en áréttar mikilvægi þess að vandað sé til verka svo áhrifin verði jákvæð, bæði fyrir íbúa og nágranna. Eftir fyrirspurn til Íbúaráðs miðborgar í lok janúar um fyrirkomulag ætlað íbúðarhúsnæðis, þar sem engir uppdrættir eða frekari upplýsingar fylgdu framkominni tillögu að deiliskipulagi, barst stjórn ÍMR svar þriðjudaginn 20 febrúar þess efnis að þarna yrði ekki um hefðbundnar íbúðir að ræða heldur þrjár íbúðir sem opnað verði á milli fyrir 80 íbúa. Engir uppdrættir eða vísan í uppdrætti fylgdu svarinu. Þessar upplýsingar komu ekki fram í birtum gögnum um deiliskipulagstillöguna en vekja áhyggjur af því að ekki standi til að innrétta eiginlegt íbúðarhúsnæði eins og ráða má af orðalagi tillögunnar. Án frekari upplýsinga um útfærslu mögulegs úrræðis og þar sem frestur til athugasemda er að renna út getur stjórn ÍMR því miður ekki tekið upplýsta afstöðu til tillögunnar. Stjórn ÍMR ítrekar því aðeins mikilvægi þess að í íbúðabyggð verði ætíð vandað til þeirra búsetuskilyrða sem heimiluð verða svo upplifun allra verði jákvæð, bæði íbúa og okkar sem í hverfinu búum.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 1. febrúar 2024, um tillögu að hverfisskipulagi í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. SN150530

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
  Samþykkt að tilnefna Sigrúnu Tryggvadóttur og Sigfús Ómar Höskuldsson.

  Fylgigögn

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18.24

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sigfús Ómar Halldórsson Sigrún Tryggvadóttir

Hanna Björk Valsdóttir Þórey Björk Sigurðardóttir

Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 22. febrúar 2024