Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 46

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, miðvikudaginn, 25. janúar, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat með fundinn með rafrænum hætti.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 25. janúar 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2023, með umsagnarbeiðni um tillögu um að Bergstaðastræti milli Skólavörðustígs og Laugavegar verði vistgata og fylgiskjali. USK23010018

    Samþykkt.

    -    Kl.16.34 tekur Sigfús Ómar Halldórsson sæti á fundinum.

    -    Kl. 16.38 tekur Geir Finnsson sæti á fundinum. 

    -    Kl. 16.38 tekur Þórey Björk Sigurðardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 25. janúar 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2023, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingar á Laugavegi  og fylgiskjali. USK23010018

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. janúar 2024 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi Laufásvegar 19 og 21-23 og Þingholtsstrætis 34. USK23100130

    Frestað. 

    -    Kl. 16.56 víkur Hörður Heiðar Guðbjörnsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.  

    Fylgigögn

  4. Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Miðborgar og Hlíða – vor 2024. MSS22090031

    Samþykkt með þeirri breytingu að ráðið fundar 21. mars í stað 25. mars.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um sorphirðu og skammtímaútleiga íbúða til ferðamanna í miðborg. MSS24010152

  7. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Háteigsskóla, ódags., vegna Vorhátíðar Háteigsskóla 2023. MSS23030157

  8. Lögð fram greinargerð Sadie Iris Cornette Cook, dags. 28. desember 2023., vegna verkefnisins Kannski. MSS23030157

  9. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Austurbæjarskóla, ódags., vegna Vorhátíðar Austurbæjarskóla 2023. MSS23030157

  10. Lögð fram greinargerð Höllu Kolbeinsdóttur, dags. 11. desember 2023., vegna Vegglist í Reykjavík  - Miðborg og Hlíðar. MSS23030157

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  12. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur haft afspurn af því að rekstraraðilar og/eða leigjendur skammtímaleiguíbúða í hverfunum hafi notað sorptunnur íbúa til að losa sig við óflokkað sorp. Hefur þetta leitt til þess að tunnur þeirra íbúa hafi ekki verið tæmdar, þar sem sorp hefur ekki verið flokkað með réttum hætti. Íbúaráðið vill kanna hvort einhver lausn við ástandinu sé í sjónmáli til að koma til móts við framangreinda íbúa. MSS24010227

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið kl. 18.07

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir

Sigfús Ómar Höskuldsson Hanna Björk Valsdóttir

Þórey Björk Sigurðardóttir Kolbrún Jarlsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 25. janúar 2024