Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2023, miðvikudaginn, 13. desember, var haldinn 45. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Þórey Björk Sigurðardóttir. og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares og Sigfús Ómar Höskuldssonar. Eftirtalinn starfsmaður sat fundinn með rafrænum hætti: Hörður Heiðar Guðbjörnsson.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, fulltrúa íbúasamtaka Miðborgar og foreldrafélaga og slembivalins fulltrúa um bannsvæði hópbifreiða í miðborginni:
Lagt er til að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að bannsvæði hópbifreiða og annarra ökutækja yfir átta metra á lengd verði stækkað í Miðborg þannig að svæðið afmarkist af Geirsgötu, Kalkofnsvegi og Skúlagötu í norðri, af Snorrabraut í austri og Hringbraut í suðri.
Greinargerð fylgir tillögunni. MSS23120042
Samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og íbúasamtaka Miðborgar, foreldrafélags Miðborgar, foreldrafélags Hlíða og slembivalins fulltrúa.
Fulltrúi íbúasamtaka Hlíða situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um íbúakort vegna bílastæða í miðborginni. MSS23080043
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú þegar komin er nokkur reynsla á reglur um íbúakort þykir íbúaráði Miðborgar og Hlíða tilefni til að koma athugasemdum að við framkvæmd einstaka atriða. a. Íbúar sem búa á mörkum íbúakortsvæða geta átt erfitt með að nýta sér íbúakort þar sem þau gilda aðeins innan eins svæðis. Heimila þyrfti íbúum slíkra svæða að leggja innan fleiri en eins svæðis. Sem dæmi má nefna að íbúð á horni Frakkastígs og Laugavegs liggur að fjórum svæðum. b. Heimila ætti kaup á skammtímaíbúakorti vegna aðkeyptrar vinnu. Nokkuð hefur borið á því að íbúar sem fá iðnaðarmenn, eða aðra sem starfs síns vegna þurfa að vera á bíl, til vinnu við eða í fasteign sinni þurfi að greiða bílastæðagjöld vegna óhjákvæmilegrar vinnu. c. Kynna þarf bílastæðahús betur svo gestir miðborgarinnar leggi frekar þar en í íbúðargötum. d. Skoða mætti frekari sveigjanleika að íbúar geti mögulega keypt fleiri en eitt íbúakort.
-
Umræðu um mögulega fjölgun einstefnugatna til að auka umferðaröryggi, er frestað. MSS23020133
- Kl. 17.48 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsgáttar, dags. 16. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg um tillögu að hverfisskipulagi í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sbr. 5. lið fundargerðar Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. nóvember 2023. Jafnframt eru lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 13. desember 2023 SN150530
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að vinna umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og skila fyrir tilskilinn frest
- Kl. 18.03 víkur Hanna Björk Valsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis fyrir tímabundna skiptistöð Strætó, sbr. 6. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. nóvember 2023. Jafnframt eru lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 13. desember 2023. USK23090029
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu, sbr. 7. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. nóvember 2023. USK23080131
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
- Kl. 18.21 víkur Sigfús Ómar Höskuldssonar af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fundi slitið kl. 18.23
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sigrún Tryggvadóttir Þórey Björk Sigurðardóttir
Kolbrún Jarlsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 13. desember 2023